Skírnir - 01.01.1924, Page 228
218
Ritfregnir.
[Skirnir
»landsins forni fjandi* og gerir það vetrinum verra, svo að vorhngnr-
.inn breytist i óhng. Þannig fór og að þessu sinni. Annar landsins forni
fjandi, konnngsvaldið erlent, fávist og eigingjarnt, læsir hrömmnnum um
landið og legst eins og farg á þjóðlifið. Frelsi, mannúð, siðahót kyrkist
eins og gróðnrinn i vondn vori. Frá þeim vorhörknm skýrir þetta þriðja
'bindi. Yorbjarminn, sem fylgir þeim og er einn til fróunar, endurreisn
hóknáms, ritstarfa og fræðimensku, er geymdur næsta hindi.
Höf. skiftir þessu bindi í tvo þætti. Heitir hinn fyrri »ef)ing kon-
■ungsvalds á Islandi eftir siðskiftin11, en hinn siðari »Gnðbrandnr Þor-
láksson og öld hans«. Ekki er þessi þáttaskifting miðuð við árta), held-
rur við efni. Yeit hinn fyrri meir út á við og skýrir frá meðferð kon-
nnganna og þjóna þeirra á landi og lýð, hinn siðari aftnr meir inn á
við og skýrir frá viðureign landsmanna sjálfra innbyrðis. Fyrri hluti
fyrra þáttar er um tekjur konungs af landinu, langt mál og harðla
fróðlegt, hefur megin þess aldrei fyr komið fyrir almennings
sjónir. Er þar fyrst rakið, hvernig jarðeignir safnast i konnngssjóð
frá því er hann kastar fyrst eign sinni á Bessastaði eftir Snorra
Sturluson, til þess er hann hefur eignast fullan sjötta hluta allra
jarða á landinu með 2500 kúgildum i lok siðskiftaaldar. Fram að
siðaskiftum höfðn jarðeignir litt safnast i eigu konungs, Þó að liann
fengi stundum vænar glepsur, er fje auðmanna varð upptækt, þá
fjekk oftast einhver íslendingurinn jarðeignirnar til kanps fyrir
lausafje við lágu verði. En um siðaskittin gerist konungur svo djarf-
fækur á fasteignir, að einstakir menn hefðn eigi getað keypt, enda mnn
Kristjini III. hafa þótt vænlegra til fjár og valda, að gera landsmenn
sem flesta að landsetum sinum. Því næst sýnir höf. rækilega, hvernig
þeir konungarnir þrír, sem ríkjum ráða þetta timahil, Kristján III.,
Friðrik II. og Kristján IV. gera sjer Island að fjeþúfu ýmist með hein-
um yfirgangi eða klækinni kaupmannslund. Um þetta telur hann full-
komið samræmi í stjórnarstefnu þeirra allra. Það er liugsjón þeirra
allra, grundvallarregla, sem enginn þeirra brýtur, »að toga til sín ait
það, sem arðvænlegast gat verið i bili«. Aftur á móti finnur hann ekk1
,i einni einustu ráðstöfun, sem frá þeim er runnin og landið varðar, að
votti fyrir hugboði um að efla framkvæmdir landsmanna og atvinnu-
greinir til þjóðþrifa. Þetta er raunalegasti kaflinn í allri bókinni. Það
er bersýnilegt, hvert stefnir, konungsvaldið sópar ekki að eins stórfje út
landinu ár hvert, heldur heftir og athafnafrelsi landsmanna bæði f verzl'
•un og öðrum atvinnuvegum i ábata skyni og dregur með því dáð úr
þeim og sekkur þeim dýpra og dýpra i volæði, áþján og úrræðaleysi.
'En þó er allra raunalegast að sjá helztu fyrirmenn landsins hvorki hreifa
hönd nje tungu gegn ásælni konungs, er hann brifsar til sín klaustra-
■eignirnar, heldnr bitast sin á milli um umboðin yfir þeim, til þess að
hreppa sjálfir bita af fengnum. Þó að biskuparnir veiti eitthvert við-
nám, meiga þeir sin einskis, síðan Gissnr leið. Maður getur varla að