Skírnir - 01.01.1924, Side 234
-224
Ritfregnir.
[Skirnir
•eftir þessn þs t. d. i veilea, slcauzt o. s. frv. Út yfir tók þó sú kenn-
ing Hoffory, (sem ofmargir trnðu þó, en þarna er hrakin) að z t. d. I
„fjallz, mannz væri ts og þvi verið sagt fjallts, mannts, en z er þar
auðsælega aðeins eignarfallsmerki á eftir tannhljóðinu.
Sérstaklega má geta þess að höf. byggir eigi 1 neinu oftransti
kenningar sinar á inum margvislega ruglaða rithætti fornrita, sem
Noreen hættir stundum ofmikið við. Höf. litur á alt þetta frá sjónar-
hæð innar enn lifandi islenzkn forntungu í sambandi við systnrmál henn-
ar gömlu.
í beygingafræðinni er tekin npp sú algerða nýjung i islenzkri mál-
fræðibók, að samhliða islenzku beygingardæmunum i öllum orðflokkum
•er lika sýnd beyging orðanna í öllnm germönsku málunum fornu, svo
að þetta verður þá um leið ágrip af málfræðinni i þeim tungum. —
Það sjá allir hvilikur feiknar fróðleikur er að þessu og hversu gagn-
legt það er til að skilja fornislenzku orðmyndirnar. En ekki nóg með
iþetta, heldur er þarna einnig i öllum orðflokkum frá nafnorðum til
sagnorða sýnt, hvernig menn hngsa 6Ór orðið hafi hneigzt i frumger-
manskri forntungu og svo inni sameiginlegu indgermönsku móðurtungu.
Bókin er þrekvirki af svona ungum manni og sýnir hver afreks-
maður hann er, en um leið hversu mislagðar hendnr alþingi eru gagn-
vart þessum eina samanhnrðar málfræðingi, sem vér eignm og sizt má
missast. Allir hljóta að skilja hversu mikill styrkur námsmönnum há-
skólans, sem norrænunám stunda, er að þessum manni á svæði þjóðleg-
ustu visindanna, sem til eru.
Fyrir kemur það að eg get eigi verið höf. samdóma í skoðunum
hans, en slikt er eigi nema eðlilegt um einstök aukaatriði. Þannig vil
eg taka til dæmis (á 276. bls.) við sögnina: skreppa—skrapp—skropp-
inn, að þar undir er talið staka lilo. skorpinn, efalaust af þvi að höf.
litur svo k, að þetta sé sama orð og þarna sé ekkert nema stafvixlun
við skroppinn, En eg hygg að hér sé um alt annað orð að ræða og
skorpinn sé leif af týndu sagnorði, er beygzt hafi skerpa—skarp—
skorpinn og þýtt „hlaupa i hrukkur af hörku“. Það kemur vel heim
við orðið herpa (og herpingur), sem eflaust er sama orð að upphafi.
Skerpa og herpa verða þá einungis tvimyndir, önnur með en hin án
ins indgermanska s-forskeytis, sem oft á sér stað. Sbr. snös og nös,
skjal og hjal, skreppa og hreppa (en eigi kreppa) o. fl. Sömuleiðis
er eg ósamdóma þvi (á bls. 284), að sögnin: rekkva—(rökk) hafi haft
rokvið í hlo. þát., heldur þykist eg viss um að það hafi sem enn i
dag, heitið þarna rokkið, en þetta rokvið i Helgakv. Hj. 17 sé lýs-
ingarorð beint myndað af rgkr. Annars skal eg eigi þreyta menn meira
á slikum smámunnm.
Á eftir beygingarorðunum kemur bókin svo með langan kafla (333—
842 bls.) um beygingarlausu orðin: »atviksorð, fyrirsetningar og sam-
tengingar“, sem alveg vantar umtal í inum eldri bókum t. d. inum á-