Skírnir - 01.01.1924, Page 235
Skirnir]
Ritfregnir.
225
gætn verknm þeirra Wimmers og Noreens. Til mikils fróðleiks er þarna
iðulegast rakinn nppruni þessara smáorða. Ágætt hefði mér þókt, að
þarna hefði eitthvað verið sagt um notkun fyrirsetninganna í fornu máli
og miðlægu, sem er svo fögur og regluhundin; sagt t. d. Einar býr á
Mel, í Dal, að Lœk, undir Hrauni og svo aftur: Einar flytzt af
Mel, úr Dal, frá Lœk, undan Hrauni o. sv. frv., sem alt er ólíkt
þeirri aflögun, er nú rikir tiðast, að hafa á og frá við öll bæjanöfn.
Aftast í bókinni eru svo ýmsar skrár yfir: hjálparrit, málfræði-
ritgerðir og skammstafanir. Og svo er að síðustu ágætt registur yfir
•öll þau orð, sem nefnd eru i bókinui og tekin til meðferðar. Það er
griðarkostur við slik ritverk að hafa fullkomið registur, svo auðvelt sé
að finna fljótlega hvað sem er. Loks endar ritið á þeirri bókarprýöi að
hafa eftirmynd af Reykholtsmáldaga, þeBSu elzta íslenzka skinnhandriti
sem til er, og langelzta frumskjali á Norðurlöndum, sem vér erum svo
heppnir að hafa eigi mist útúr landinu með öðru fleira.
Þegar eg svo lit yfir bókina i heild, finn eg ástæðu til að þakka
höf. fyrir verkið og vil mæla sem bezt með henni við alla menn, er is-
lenzka málvisi iðka.
Jóhannes L. L. Jóhannsson.
History of Iceland by Knnt Gjerset, Ph. D. New York. The
Macmillan Company 1924. X -j- 482 bls. og 2 myndablöð (þjóðfáninn
og landabrjef). — Verð 4 dalir bundin.
Að svo miklu leyti sem það er ánægjulegt fyrir oss, að aðrar
þjóðir þekki land vort og þjóð, hag hennar og sögu, er bók þessi góð.
Hún er fullkomnasta Islands-saga, sem til er i einu lagi, og hún er rituð
á viðkunnustu tungu veraldarinnar. Hún er skýrt og skorinort rituð,
•og af velvilja og skilningi. Hún er bygð á eldri ritum og er vitnað í
þau um flest neðan meginmáls; hefur höfundnrinn kynnt sjer margt
slíkt að visu og flest það er nauðsyn bar til, en undarlega vikur því
við, að hann vitnar ekki i hina nákvæmlegu Islendinga-sögu meistara
Boga Th. Melsteðs, og skýrir þó frá þvi, þar sem hann segir frá hon-
um (bls. 422), að 2 bindi sjeu komin út af henni; — þau eru núnærri3.
Þvi siður getur höf. um hinar minni Islands-sögur Boga og Jóns Aðils,
eða siðskiftasögu Páls E. Ólasonar.
Yfirleitt er þessi saga rjett, eftir því sem almennt hefar verið
álitið um flest atriði og aðrir höfundar hafa talið áður. Bóka nöfn og
höfunda eru þó mjög víða rangt eða óviðkunnanlega rituð og ýmsar
fleiri þess háttar smávillur, sem hjer er oflangt mál að tína, t. d. að
Koðrán að Giljá hafi orðið talinn á að fá Þorvaldi syni sinum skip til
utanfarar (bls. 50), að Fagrey, þar sem Sturla Þórðarson dó, sje í Borg-
arfirði (bls. 220), að hirðstjóri (Vigfús ívarsson) hafi stefnt Þórði Sig-
mundarsyni (1394) til Moafells (fyrir Mosvallá), og raunar eru fleiri
15