Skírnir - 01.01.1924, Page 236
226
Kitfregnir.
[Skírnir
villur i frásögninni um það mál (bls. 250—52); Jón Arason er sagður á>
einum stað (bls. 277) hafa verið bysknp i Skálholti, og Þorlákur helgi
á öðrum stað (bls. 279) hafa verið Þorláksson. Alt þvilikt má aub-
veldlega lagfæra á viðaukahlaði og við endurprentun, ef til kemur. En-
bagalegri eru ýmsar rangar frásagnir og greinagerðir; á þeim ber lang-
mest í 3. kapitula, sem er nm stjórnarskipulag lýðveldisins. Þar er t.
d. sagt (bls. 33) að Úlfljótr hafi verið kosinn 927 til að undirbúa lög-
bók, hann hafi andast 930 (bls. 34); að almennt sje viðurkennt, að dóm-
endur í fjórðnngsdómi hverjum hafi verið 36; rangt er skýrt frá dóm-
nefnu í fimtardóm (hls. 39) og það ekki rjett, að hann hafi setið með'
(together Tvith) lögrjettu, og ab það hafi leitt af stofnun hans, að hólm-
göngur voru af teknar með lögum; þá skoðun Maurers hefur Yilhj. Finsen
hrakið; en höf. virðist ekki þekkja rit hans um stjórnskipulagið á lýð-
veldistimabilinu — nje gefa gaum alþingissöguágripi Einars Arnórsson-
ar. Það verður hvergi sjeð að lögbergsgangan hafi verið »processionc
til lögbergs (bls. 42), þótt nafnið á henni bendi til að það sje upphaf-
lega dregið af þvi, að menn gengu þá fyrst almennt til lögbergs, —
því að þaðan skylrti gangan hefjast, — þá er henni lýst i Grágás sem
»proces8Íon« frá lögbergi (sbr. Árb. Fornl.fjel. 1911, bls. 10—131. Rangt
er það lika, að fjórðungsdómarnir hafi setið að dómum hvern þingdag,
nema þegar lögrjetta átti setu eða lögsiigumaður bauð þeim til setn-
á lögbergi, að lögrjetta hafi farið út 4 ákveðna daga i hverju þingi;.
þeir voru oftast 3, en þriðja hvert ár hefur lögrjettan haft samkomUi
þess utan í npphafi þings til þess að kjósa (venjulega endurkjósa) lög-
sögumanninn. Frá alþingisstaðnnm sjálfum, einkum lögbergi, er ekki
all8 kostar rjett nje vel skýrt, (hls. 42—44). Höf. virðist taka góð og
gild nýmæli Björns próf. Olsens viðvikjandi stjórnmálabaráttu nokkurræ
kristinna goða, er kristni var hjer i lög tekin, án þess að geta þess þó,
hversu á þeim kenningum stendur (bls. 63). — Fleiri dæmi skulu núi
ekki til tind hjer.
Höf. skýrir greinilega frá stjórnarbaráttunni, alt frá þvi er farið’
var að hreyfa endurreisn alþingis og þar til er stjórnarskráin var feng-
in (16. kap ), og siðan (i 18. kap) hinni siðari baráttu (1881—1918)*.
alt til þess er Island var af Dönum viðnrkennt fullvalda riki. í siðasta,
19. kap. skýrir höf. all-greinilega frá innflutningi Islendinga til Ameriku.
og sögu landa vestra.
Þessi Islands-saga er ekki að eins stjórnarfarssaga, styrjalda og
atburða, keldur jafnframt að dálitlu leyti bókmenta saga og annarar
menningar, ræðir um landshagi og verslun, um hag og ástæður þjóðar-
innar í ýmsnm greinum. Bókin er þannig hin fróðlegasta og munu marg-
ir kunna höfundi og útgefanda þakkir.
Ánægjulegt væri að fá nú út jafngóða Islands-lýsing frá sama
forlagi, nema hetri yrði, og síðan myndabók með þeim báðum.
Bingað koma nú árlega allmargir enBkumælandi menn og ýmsir