Skírnir - 01.01.1924, Qupperneq 237
Skirnir]
Ritfregnir.
227
leita hingað fróðleiks um ísland og íslendinga. í>vi er hjer ástæða til
að mælast til þess, að bóksalar hjer á landi hafi þessa íslands-sögu,
jafnan til. M. Þ.
Edda Snorra Stnrlusonar. Codex Wormianns, Am 242, fol. Ud-
given af Kommissionen for det arnamagnæanske Legat. — Gyldend. Bogh.
— Nord. Forl. K.-havn og Kristiania — MCMXXIV. (6 -f) X +122 bls.
Próf. Einnur Jónsson hefur búið útg&funa undir prentun og ritað
innganginn, en notið aðstoðar mag. art. Jóns Helgasonar við afskrift
textans, nafnaregistur o. fl.. Útgáfan er þvi sjálfsagt mjög nákvæm og-
þörf, þar sem þetta skinnhandrit af Eddu hafði ekki verið gefið út áður
það þótti svo náskylt Konungshók, að óþarft var talið, að gefa það út
með öðrnm handritum af Eddu, er sama nefnd gaf þau út nm miðbik
síðustu aldar; en getið var vandlega frábrngðinna lestrarmáta i þvi og
því lýst vandlega i III. b. þeirrar miklu Eddu-útgáfn. — Þetta hand-
rit ætla menn skrifað um miðja 14. öld og giska sumir á að það hafi
verið ritað í Þingeyra-klaustri. Jón lögmaður Sigmundsson eignaðist það
og er nafn hans á þvi; sömuleiðis hefur dóttursonur hans, Guðbrandur
hyskup Þorláksson, átt handritið og merkt sjer, og frá honum hefur sjera
Arngrimur lærði fengið það siðar, en hann Ijet Ola Worm fá það 1628;
loks gaf sonarsonur hans, Chr. Worm, Árna próf. Magnússyni það.
í þessu handriti eru hinar stórmerku fjórar málfræðisritgerðir, sem
hafa verið gefnar út sjer áður og er því Bleppt i þessari útgáfu. Sama
er að segja um Rigs-þulu. Handritið virðist i npphafi hafa verið 68
blöð, en nú vantar 2 blöð i Háttatal og að minsta kosti 3 i aftasta
kverið. Handritið var óbundið þegar Ole Worm fjekk það, en hann ljet
binda það inn og auka í bókina pappírsblöðum og fylla i eyðurnar í
Háttatali. M. Þ.
The Phonology of Modern Icelandic. — By Kemp Malone.
MenaBha, Visconsin 1923.
Höfundur rits þessa, sem nú er prófessor við Minnesota-h&skóla í
Bandarikjunum, var hjer á landi nm alllangt skeið fyrir nokkrum árum.
Hann lagði mikla stund á islenska tungu og varð vel ágengt. Hann
er málfræðingur og dngandi hljóðfræðingur og hefur nú fyrstur allra
manna, innlendra og útlendra, gert tilraun til að lýsa út i æsar islensku
máli eins og það er talað nú á dögum. Má ekki minna vera en að
drepið sje hjer litils háttar á svo merkan athurð.
Riti sinu, sem er 137 hls. i stóru broti, skiftir höfundur i 3 þætti.
Fyrsti þátturinn (19 bls.) er almennur hljóðfræðiskafli, og lýsir höfund-
ur þar aðallega hljóðritunarkerfi sinu. Hann hefur sjálfur húið það til,
og er það allólikt öllum öðrnm hljóðritunarkerfum. Hann nefnir hvert
talfæri sjerstökum hókstaf og lýsir svo einkennum hvers talfæris með
15*