Skírnir - 01.01.1924, Síða 240
230
Ritfregnir.
[Skírnir
Árna, að hann selji skinnið og kaupi kú fyrir andvirðið, og þá sýnir
hann, hvers virði skinnið er orðið honum. Ástin á þeseum grip, sem
allur metnaður hans var við bundinn, verður heigulskapnum yfirsterkari,
haun ris öndverður og segir: hingað og ekki lengra — í fyrsta sinn á
æfinni. Nú á hann skinnið meö jafnhelgum rétti og þó að hann hefði
skotið tófuna. Hann hefur eignazt fjársjóð, sem mölur og ryð fær ekki
grandað, sem hann er fús til að leggja alt í sölur fyrir. Hann hefur
fundið heim fyrir ntan og ofan strit hversdagslífsins, eftir þeirri leið,
sem honum var kleif, og vex smám saman við það. — Þetta er þráður
og hugsun sögunnar. En sjálf er hún alt annað en heimspekileg. Hún
er full af gamni, hugsunin ofin svo hófsamlega inn i, að jafnvel sumnm
ritdómurum hefur alveg sézt yfir hana, og talið söguna tóma græsku-
lansa glettni. Að visu hefði mátt ganga betur frá niðurlagi sögunnar.
Orðin um »mölinn og ryðið« eru þar tvítekin, en eiga ekki við á tungn Árna
fyrr en í síðara skiftið, þegar hann hefur haft tíma til þess að þraut-
hugsa málið. En samt er enginn vafi á, að höf. veit, hvað hann syng-
nr. Hann hefur með sögu þessari sýnt, að honum er ekki einungis lagið
að lýsa yfirborði lífsins, heldur kann að skyggnast djúpt eftir þeim þráð-
um, sem tengja öll tilverustig saman.
Guðmundur Hagalin gaf fyrstu hók sina út fyrir þremur árum. Þá
fálmaði hann fyrir sér: sögur, æfintýri og ljóð var alt i sama kverinu.
Honum hefur miðað mikið áfram siðan, auðsjáanlega skilizt betur hvort-
tveggja: hvers hann er megnugur og hver takmörk honum eru sett.
Enn er hann ekki svo full-orðinn, að gerð verði grein fyrir einkennum
hans til hlítar. En hann hefur sýnt svo ríka hæfileika, að þeir, sem
islenzkum bókmentum unna, munu hafa vakandi auga á hverri bók, sem
hann lætur frá sér fara. Hann hefur skilyrði til þess að skapa al-
islenzkar þjóðlifslýsingar, runnar af glöggri athugun, studdar við
heilbrigða lífsskoðun, með vaxandi skilningi manna og tíma og vax-
andi þrótti og fegurð i stil og máli. Gáfur hans leggja honum
mikla áhyrgð á herðar, en líka Islendingum, að tefja ekki vöxt hans
með skilningsleysi og smásálarskap.
Sigurður Nordál.
Knut Hamsnn: Pan. Blöð úr fórum Tómasar Glahns liðsforingja.
Jón Signrðsson frá Kaldaðarnesi þýddi. Reykjavík 1923.
„Pan“ er óður i óbundnu máli um ástir og drauma ungrar skáld-
sálar, undir áhrifum viltrar og voldugrar náttúru, i bjartnætti, hafrænu
og skógardýrð Norður-Noregs. Fegurð hans er fyrst og fremst fólgin i
frumleik og snild mannlýsinganna, en mér er ætlað of litið rúm til þessa
ritdóms til þess að eg geti farið út í þær að þessu sinni, — þar næst
i öllum andblæ frásagnarinnar og töfrum stilsins. Sagan er skrifuð af
svo næmum og undrandi hug, svo rikri og auðsnortinni imyndun að