Skírnir - 01.01.1924, Síða 242
232
Ritfregnir.
[Skirnir
Bókin er fyrst og fremst bókmentasaga 18. og fyrrihluta 19. aldarr
en ank þess skrifar höfundur nm búskap, verzlun, stjórnmál o. s. frv.
1 bókinni eru með öðrum orðum drög til almennrar íslandssögu á þessu
timabili. Böf. stiklar á hæstu tindunum þar sem viðsýnið er mest, en
gætir þess ekki eins, að niðri i dölunnm er gróðurinn mestur.
Höfundurinn hefir verið sérlega óheppinn með nafnið á bókinni,
þvi að mikið af þvi, sem hann fæst við, á ekkert skylt við islenzka end-
urreisn. Kvæði Sveins Sölvasonar, Johnsoniusar, Gunnsrs Pálssonar,
Mála-Daviðs, Pinns Magnússonar o. s. frv. hafa máske nokkra bók-
mentalega þýðingu, en hvar eru áhrif þeirra á bókmentir siðari tíma?'
Dau finnast ekki. Enginn skyldi búast við þvi að finna áhrif frá
Lovisu — Lilju eða Ögmundargetu i kvæðum Jónasar og Bjarna. Af
skáldum 18. aldarinnar er Eggert Olafsson hið eina, sem hefir haft
áhrif á eftirkomandi kynslóðir. Og þó er það miklu fremur persóna
hans og œttjarðardst, sem hefir gagntekið Jónas Hallgrimsson, heldur
en skáldskapnrinn, enda verður Eggert ekki talinn mikið skáld.
Likt má seirja um Magnús Stephensen. Yald hans og frændariki
hefir villt mörgum islenzkum sagnaritara sýn. Hann var vissulega
gáfaður, mentaður og kraftmikill maðnr, sem unni föðurlandi sínu. En
hann tilheyrir að litlu leyti islenzkri endurreisn. Sizt á siðari hluta
æfinnar. Hann er barn eldri tima. Hin miklu og margbreyttu ritverk
hans hafa haft sáralitil áhrif á eftirkomendurna. Margir helztu andans-
menn á fyrrihluta 19. aldar gengu i berhögg við hann og stefnu hans,
og þegar við nú á dögum lesum t. d. Klausturpóstinn, finnum við að
hann er bergmál löngu liðins tima, og okkur svo fjarskyldur, sem fram-
ast má verða. Það er auðséð, að þess konar skrif bafa ekki sett mark
sitt á menningn 19 aldarinnar.
Eg skil ekki glögt hvað höfundur meinar með orðunum íslenzk
endurreisn. En eg lit svo á, að það sé hið mikla starf, sem breytir
þjóðinni, sem um 1760 var fátæk, huglaus, ósjálfstæð og fáfróð, svo að
helmingurinn að minsta kosti var ólæs ’) i Þjóðfundarmennina 1851, sem
voru fulltrúar alþýðu, sem var allæB og mentuð á borð við beztu ná-
grannaþjóðir, jafnefnaðri en íslendingar höfðu nokkru sinni verið fyr, og
svo stórhuga og bjartsýn, að flestar sjálfstæðishugsjónir siðustu ára
koma þá fram og eru ræddar’).
Þegar á að athuga þessar miklu framfarir er einkum þrent sem
kemur til greina. Efnahagur, mentun og erlend áhrif. Á 18. öldinni
virðist efnahagur landsmanna hafa farið heldur batnandi allt fram að
Móðuharðindum. Sérstaklega fjölgar sjálfseignarbændums), þvi stóreigna-
‘) Sjá Visit* *zlubók og önnur skjöl Harbooi.
*) Sjá Undirbúningsblaö undir Þjóðlundinn, Þjóðfundartiðindi, fyrito
árganga Þjóðólfa og ótal skjöl á Landsbóka- og Þjóðskjalasafni.
-’)) Um þutta má iá ágœtar upplýsingar, moð þvi að bera saman Jarða-
bók Árna Magn&ssonar og Jarðatal Johnsens.