Skírnir - 01.01.1924, Side 244
234
Kitfregnir.
[Sklrnir
ábótavant i þvi efni. Ætti maðnr þó að geta gert miklar kröfur um
slikt til manns, sem tekið hefir meistarapróf i islenzkum fræðum við
Háskóla íslands.
Hallgr. Hallgrímsson.
R. R. Marett: Mannfræði. Gnðmundur Finnbogason islenzkaði.
(Bókasafn Þjóðvinafjelagsins I.). — Rvk. 1924.
Jeg hefi ekki þekkingu til að dæma um efni þessarar bókar. Höf.
hennar er þekktur mannfræðingur og virðist hafa ritað hana aðallega
handa velmenntnðum, skólagengnum mönnum, sem hafa nokkra nasasjón
af mannfræði, til þess að átta þá á, hvar rannsóknum þessarar fræði-
greinar er komið nú á timum. Er þar drepið á mergð einstakra
atriða, en farið svo fljótt yfir sögur, að lesandi, sem er ófróðnr um
þau efni, sem bókin fjallar um, hefir ekki verulegt gagn af lestrinum.
Jeg er þvl hræddur um, að hún verði aldrei alþýðubók, en það er
henni ætlað að vera i þessari islenzku þýðingu.
Hjer er á hana minnzt aðallega vegna þýðingarinnar. Hún er
ifrumrituð á ensku, á visindalegu máli og þvi allóárennileg til þýðingar.
Þar að auki hefir sama sem ekkert verið ritað um mannfræði á íslenzku
áður. En Guðm. Finnbogason lætnr sjer engan örðugleika fyrir brjósti
tlarenna, ef þýða skal á íslenzku. Hann hefir oft látið þá skoðun i ljós,
að sú hugsun væri ekki til í mannsheila, sem ekki mætti segja á is-
lenzku. Og hann hefir ekki ósannað þau ummæli sín með þessari þýð-
vingu. Satt er það, að sumstaðar verður maður að lesa með talsverðri
eptirtekt til þess að fá fullan skilning á þvi, sem sagt er. En það er
■ engin furða, því að hjer er reynt að ryðja islenzkunni braut inn i nýja
fræðigrein, og það hefir G. F. áreiðanlega tekizt. Hann er nú hinn
snjallasti þýðari á landi hjer, orðfimur og smekkviss. Viða hefir hann þá
aðferð, að vikja við merkingu gamalla orða, annarstaðar myndar bann ný
■orð, og er skaði að ekki er sjerstök skrá yfir þau aptan við bókina. —
Það er þvi þýðingunni að þakka, að jeg tel íslenzkum bókmenntnm
• ávinning að þessari bók. Ef einhver íslenzkur rithöfundur tekur sjer
hjer eptir fyrir hendur að rita um mannfræði, verður honum starfið
margfallt ljettara vegna þess verks, sem G. F. hefir hjer af hendi innt.
Á. P.
Ólfna og Herdfs Andrjesdætnr: Ljóðmæli. — Reykjavík 1924.
Það stóðst á endum, að „Skirnir" var nálega fullprentaður og mjer
■barst ljóðabók þessi i hendur. Jeg hefi tæpast haft tima til oð renna
augum yfir öll kvæðin, en með þvi að mjer er kveðBkapur þeirra systra
nokkuð kunnur áður, vil jeg nota siðasta blað „Skírnis“ til þess að
■benda á útkomu þessa kvers, þvi að það er ekki ómerkilegt.