Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 32
22
íslendingum, því aÖ tvisvar hefir höfuSrit hans veriS
prentaÖ í íslenzkri þýðingu.
Bunyan lifÖi á umbrotaöld í bókmentum og stjórn-
málum, í trúar og siðferÖislífi hinnar ensku þjóÖar. Um
daga hans logaði England í stjórnmála og trúardeilum;
og menn beittu pennanum eigi síÖur e'n sverðinu til þess
aÖ halda frarn málstað sínurn; ýmsir helztu rithöfundar
þeirrar tíÖar, t. d. Milton, drógst inn í styrjaldar-hring-
iöuna’árunr saman, því aÖ ekki var hugsandi mönnurn
auÖvelt aÖ vera hlutlausum ; deilurnar stóðu eigi um neina
smámuni. Kóngsvald eða lý'Öfrelsi, trúfrelsi eða andleg
kúgun; urn þetta var barist. Ekki var ágreiningurinn
minni í siðferðismálum. Konungssinnar ('cavaliersj,
að jafnaði æðri stéttar, voru tíðum léttúðugir, unnu allri
fegurö og vildu njóta gæða lífsins í sem fylstum rnæli;
lýðveldissinnum fhreintrúarmönnum, puritans), 'löngum
alþýÖustéttar, var lífsnautn öll fljarri skaþi; siðsemd,
hreinlífi og sjálfsafneitun voru þeirn alt í öllu. Hér var
því um algjörlega andstæðar lífsskoðnir að ræða. En
bókmentir þessarar aldar spegla öll umbrot hennar; er
því eigi að furða þótt þær séu ýmsum þátturn ofnar.
Bunyan var hreintrúarmaður, einn hinn fremsti merk-
isberi þeirrar stefnu; bera rit hans þess gleggstan vott.
Þar má sjá hófsemi hreintrúarmannsins og strangleik, al-
vöru hans og festu, frelsisást hans og trúhneigð, en ekki
síst óbeit hans á hverskonar léttúð, veraldarhyggju og
siðleysi. Jaröneskt líf var honum vígvöllur, þar sem hið
illa og góða berjast um sál mannsins; það eitt var um
vert, að sigrast á hinu illa. Húeintrúarmaðurinn lagði
mikla áherzlu á það, að allir menn eru synduni seldir, og
að náð Guðs ein fær frelsað þá. Aðeins þar var lands
að leita. Aö hreintrúarmenn voru oft æði þröngsýnir
og fyltust trúarofstæki, þarf eigi að rninna á. Til þess
hættir þeim eigi ósjaldan, er djúpa sannfæring eiga og
mikinn tilfinningahita. En til þess að skilja Bunyan og