Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 68
58
sinn frá 'því. Vann hann á ýmsum stöíSum þar til hann
var tvitugur, aÖ hann fór vestur um haf, meÖ Árna
Þorkelssyni Scheving frá Sandfelli, og fjölskyldu hans.
Fluttist það fólk alt til Nýja íslands 1876. Dvaldi
Metúsalem þar skamma hríð—fór sama haust i járn-
brautarvinnu og þaðan til dómara í smáþorpi, er Stone-
fort hét. Þar vann hann i átta mánuði fyrir $8.00 um
mánuðinn, og með þeim peningum galt hann Árna
Scheving fargjaldsskuld sína. Næsta ár vann hann á
ýmsum stöðum í Manitoba—en mest i Wlinnipeg. A
þeim tima hafði Schevings fólkið flutt suður til N. Dak.
og fór Metúsalem á eftir því. Árið 1889 kvæntist hann
Borghildi dóttur Sigmundar Matthíassonar Long, og
Guðrúnar Einarsdóttur af Austurlandi. Ivom Guðrún
með tveimur börnum .sínum að heiman, Borghildi og
Vilhjálmi 1882, og fór til Nýja íslands og var þar um
veturinn lijá bróður sínum, Metúsalem Oleson. Um
haustið 1883 fór Guðrún með börn sín bæði suður til
Mountain, N. Dak.
Eftir að hún kom þangað ætlaði hún aö heimsækja
vinkonu sína, sem heima átti að Garðar og lagði af stað
seinni hluta dags með bæði börnin, annað 6 ára og hitt
8. Var færi slæmt,—snjór á jörð all-mikill og krapi.
Vildi fólk á Mountain, að hún biði næsta dags, en Guð-
rún vildi þaö ekki, og kvað dagur mundi endast sér.
Er vegalengd þessi talin að vera um 6 mílur. Halda
menn að hún muni hafa vilst er tók að dimma, og tekið
ranga braut. Börnunum hafði hún sagt að bíða sín,
meðan hún svipaðist um eftir bæ, og passa sig, að leggj-
ast ekki fyrir, livað sem á gengi, fyr en hún kæmi aftur,
eða einhver vitjaði þeirra. Halda menn af þessu, aS
hún hafi vitað, að dagar hennar væru taldir, enda varð
hún úti—lézt þessa nótt. Einhver ferðamaður hafði séð
til ferða þeirra á annari braut en við var búist, og sagði
hann frá því daginn eftir. Börnin höfðu og séS til þessa