Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 97
87
annaÖ en taka hann inn í bátinn, en Otúel sagcSi að selur-
inn vœri ekki dauður, hann lægi í roti3 og grípur skutul-
stöngina, og skutlar til selsins og hæfir hann rétt í hægra
augað, þá tekur selurinn hart viSbragð, og fer á kaf, en
Otúel hélt of fast í færiö, svo skutullinn brotnaði þegar
járnaÍSi við í hausbeinum selsins. Benjamín og þeir ræ'iS-
ararnir sáu ai5 dofnaÍSi yfir Otúel og að hann dró aÖ sér
laust færii5, þá segir Benjamín: “Hvað manglar þig nú,
bölvaÍSur klossinnj.” “Eg sagðji ekkert/’ sagði Otúel,
“nema guð hjálpi mér, það er laust,” eg skipaiSi þeim að
halda bátnum kyrrum í blóðbrákinni úr selnum, og var
fljótur að skifta um skutul, skaut þá selnum upp 6 til 8
faðma frá bátnum, og skutlaði eg hann þá á augabragði
og hitti hann í hálsinn og var hann þá að sökkva stein-
dauður. “Eg hefi aldrei haft þvílikan helvítis dóna inn-
anborðs, að segja slikt við mig, þegar eg gerði annað eins
heiðursherra kast, að hæfa selinn beint í augað,” sagði
Otúel, og barði sig utan og varð afar reiðilegur^ “sá dóni
skal aldrei undir mér róa oftar.”
Eg skal annars taka það hér fram, að þetta var hið
eina skifti, sem eg heyrði Otúel tala illa um aðra á bak,
hann var mjög umtalsfrómur um alt fólk, en þetta ókurt-
eisa tilsvar hefir honum sviðið svo mikið að hann gat
ekki gleymt því.
Við fórum nokkrum sinnum í snjókast við Otúel, hann
var ekki orðinn viljugur til þess, en ef hann fékst til að
kasta lcúlu, þustu strákarnir að úr öllum áttum, og allir
á móti Otúel, en það var ekki við lambið að leika sér.
Það var hér um bil ómögulegt að koma snjókúlu á hann,
hann greip þær allar með höndunum, ef þær komu svo ná-
lægt honum. En þegar hann fékk tíma til að kasta kúlu,
var hann alveg viss að hitta þann, er hann kastaði til, hann
vildi ætið kasta á löngu færi, það var því erfiðara fyrir þá,
sem ldaufar voru að hitta hann, hann hafði snjókúlurnar
heldur litlar, en hnoðaði þær vel og geymdi svo margar í