Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 99
89
hjá einhverjum nokkrum vikum síðar, og hafÖi Otúel þá
borgað ærleg björgunarlaun.
Otúel var ekki hófsemdarmaður á tóibak eða vín, hann
notaði neftóbak, og það oft svo freklega, að rjól-pundið
dugði honurn ekki yfir vikuna^ og einatt varð einhver að
vera að skera tóbak fyrir Otúel. Hann átti afarstóra
silfurbúna pontu, mjög fallega, og ákaflega sveran gull-
hring bar hann á hægri hendi, hann hafði og mjög fall-
egar höndur. /Etíð gekk hann þokkalega til fara, og var
svo þrifinn að sjaldan sást neitt á honum, þótt hann væri
í slorverki. Hann var i Bókmentafélaginu, og átti allar
Bókmentafélags-bækurnar frá því hann gekk í félagið og
geyrndi þær vel, því aldrei var skorið upp úr þeim.
Gaman þótti honum að heyra sögur lesnar. Uppáhalds-
saga hans var Njála, hann átti hana og lét oft lesa í henni.
Af rímum þótti honum vænst um Úlfars-rímur^ og í þeim
lcunni hann talsvert. Otúel var greiðugur og mjög góður
við fátæka, og var hugulsamur við þá. Föður sínum
sendi hann líka ýmislegt úr kaupstað, að gjöf. Karl fað-
ir hans var raunar ekki fátækur, en vanhagaði þó stund-
um um ýmislegt úr kaupstað, en ekki var hann syni sín-
um ætíð þakklátur fyrir það, sern hann gaf honum, hann
áleit Otúel ríkan, og skyldan til að gefa'sér. Einhverju
sinni sendi Otúel honum hálftunnu af matvöru; karl
leysti þegar frá pokanum að sjá hvað í honum væri, en
þegar hann sá að það var rúgur, sagði hann: “O, bölvað-
ur, og gat ekki látið það vera grjón.”
Ekki man eg hvaða ár Otúel misti konu sína^ það var
allmörgum árunt eftir að eg fluttist hingað vestur. Hafði
hann saknað hennar mikið og undi sér helzt hvergi eftir
það, nema á sjónum. Hann lifði sem húsmaður allmörg
ár við Berjadalsá, sem er lítil veiðistöð skamt fyrir innan
Snæfjöll, hafði hann oft, þegar bezt var tíðin á sumrin,
verið einn á bát í veiðiferðum svo sólarhringum skifti,
og einatt verið heppinn með byssuna, og skotið margan