Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Side 99

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Side 99
89 hjá einhverjum nokkrum vikum síðar, og hafÖi Otúel þá borgað ærleg björgunarlaun. Otúel var ekki hófsemdarmaður á tóibak eða vín, hann notaði neftóbak, og það oft svo freklega, að rjól-pundið dugði honurn ekki yfir vikuna^ og einatt varð einhver að vera að skera tóbak fyrir Otúel. Hann átti afarstóra silfurbúna pontu, mjög fallega, og ákaflega sveran gull- hring bar hann á hægri hendi, hann hafði og mjög fall- egar höndur. /Etíð gekk hann þokkalega til fara, og var svo þrifinn að sjaldan sást neitt á honum, þótt hann væri í slorverki. Hann var i Bókmentafélaginu, og átti allar Bókmentafélags-bækurnar frá því hann gekk í félagið og geyrndi þær vel, því aldrei var skorið upp úr þeim. Gaman þótti honum að heyra sögur lesnar. Uppáhalds- saga hans var Njála, hann átti hana og lét oft lesa í henni. Af rímum þótti honum vænst um Úlfars-rímur^ og í þeim lcunni hann talsvert. Otúel var greiðugur og mjög góður við fátæka, og var hugulsamur við þá. Föður sínum sendi hann líka ýmislegt úr kaupstað, að gjöf. Karl fað- ir hans var raunar ekki fátækur, en vanhagaði þó stund- um um ýmislegt úr kaupstað, en ekki var hann syni sín- um ætíð þakklátur fyrir það, sern hann gaf honum, hann áleit Otúel ríkan, og skyldan til að gefa'sér. Einhverju sinni sendi Otúel honum hálftunnu af matvöru; karl leysti þegar frá pokanum að sjá hvað í honum væri, en þegar hann sá að það var rúgur, sagði hann: “O, bölvað- ur, og gat ekki látið það vera grjón.” Ekki man eg hvaða ár Otúel misti konu sína^ það var allmörgum árunt eftir að eg fluttist hingað vestur. Hafði hann saknað hennar mikið og undi sér helzt hvergi eftir það, nema á sjónum. Hann lifði sem húsmaður allmörg ár við Berjadalsá, sem er lítil veiðistöð skamt fyrir innan Snæfjöll, hafði hann oft, þegar bezt var tíðin á sumrin, verið einn á bát í veiðiferðum svo sólarhringum skifti, og einatt verið heppinn með byssuna, og skotið margan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.