Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 106
96
okkur tekið þar ágætlega. Daginn eftir héldum við. á-
fram allan daginn og nóttina. Komumst við þá að bæ i
Flóanum, sem Vælugerði heitir. Þar bjó maður? sem
Sigurður hét og fengum við hjá honum hey handa hest-
unum. Um miðjan næsta dag komum við að Hraun-
gerði. Þar var póstafgreiðslustaður. Pósturinn beið þar
aðeins meðan hann var afgreiddur en kom þar ekki inn
fyrir dyr. Um kvöldið náðum við að Seljafossi og næsta
dag fórum við yfir Hellisheiði og komurn til Reykjavík-
ur klukkan ellefu um kvöldið. Vorum við þá orönir
þreyttir mjög eftir ferðalagið.
Áður en eg skildi við póstinn, bauð hann mér að lána
mér hest austur um vorið. Ætlaði eg að þiggja það, en
þegar eg kom til hans á Vífilsstöðum, eftir að vertíöinni
var lokið, var vika þangað til hann átti að leggja upp í
næstu ferð. Ráðlagði hann mér að fara til Reykjavikur
og reyna að fá vinnu þar á meðan. Eg fór þangað, en
þar leiddist mér svo mikið, að eg lagði af stað gangandi
austur.
Hákarlalegur.
Stundum var farið i hákarlalegur á Miðnesinu, því
lifrin úr hákarlinum var verðmæt vara. Einn dag fór
eg í hákarlalegu. Var formaðurinn veikur um morgun-
inn, þegar fara áti, en þó. var haldið af stað. Við öf 1-
u'llum ágætlega, hlóðum áttæring af tómri lifur; öllum
sktokkum var fleygt. Minn hlutur var ein tunna lifrar,
setn seldist á átján dali. Þetta var minn bezti hlutur
eftir einn dag. Það var þá siður að sjómenn^ sem réru
fyrir hlut, legðu sér til allan mat nema kaffi og graut;
þær fæðutegundir lagði húsráðandi til og einnig hús-
næði og þjónustu. Þó var borgað fyrir þetta lítilsháttar.
Eifrarhlútur minn þennan eina dag borgaði fyrir það
yfir allan veturinn. Annars var það venja, að sjómenn
létu hrognin úr sínum fiski koma upp í þetta.