Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 84
74
og skemtilegir í smbúð, einkum Alexander; Jón var dá-
lítiÖ sérvitur. Veturliöa kyntist eg ekki, en heyrði sagt
a'ð hann væri líkur þeim bræðrum sínum. Allir munu
þeir hafa alist upp með föður sínum, nema Otúel, sem
snemma mun hafa fariö úr föðurgarði, og stundum átt
misjafna æfi, enda talinn æði óstýrilátur í uppvextinum,
þó mun honum hafa liðið allvel þau árin, sem hann var
i Arnardal við Skutulfjörð, hjá þeim myndarhjónum,
Halldóri Halldórssyni og Guðrúnu Jakobsdóttur, hún var
Otúel mjög góð og fyrirgaf honum margt.
4 Arnardal voru fleiri drengir á sama aldursskeiði og
Otúel, einn þeirra hét Þorleifur, og hafði Otúel' mestan
félagsskap við hann, þó oft slæist í kekksni og vinskapur-
inn væri líkur útsynningnum, þá virtist það einungis til
að skerpa kærleikann. Þorleifur bar altaf yfirhöndina,
þegar til handalögmáls kom, en Otúel var liöugri í öllum
fimleikum, þeir æfðu saman ýmsa leiki, en voru hvorug-
ur vel þokkaður hjá eldra fólkinu, þóttu bæði ófyrirleitn-
ir og hrekkjóttir. Þegar Otúel var n ára en Þorleifur
12, gaf þeim einhver gamlan bóglausan byssuhólka því
næst eignuðust þeir upp á einhvern hátt púður og högl og
lögðu síðan á stað í rjúpnaskytterí með byssuhólkinn og
liamar, sem þeir stálu sér frá einhverjum. Þegar kom
til að skjóta rjúpurnar, siktaði annar, en hinn sló á knall-
hettuna með hamrinum. Þannig stunduöu þeir rjúpna-
veiðar daglega þegar veður leyfði þann veturinn; rjúp-
urnar seldu þeir í kaupstaðinn, óskiftum. Þeir máttu
ekki skifta þeim svo að hvor gæti selt sinn part, því þeg-
ar stóð á stöku, tók Þorleifur ætíð stöku rjúpuna, hvort
Otúel líkaði betur eða ver, því Þorleifur var sterkari.
Þeir æfðu sig mikið við að kasta, bæði smásteinum og
snjókúlum og urðu svo hæfnir að undrum sætti; urðu
stundum ýmsir fyrir snjókúlum þeirra, og voru strákar þá
oft grátt leiknir, þegar saklausir er hjá gengu, fengu snjó-
kúlu utan á vangann eða beint framan í sig. Eitt voriö.