Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 61
51
Þau hjón eru söngvin með afbrigöum. Stýrði Jón ís-
lenzkum söngflokk hér í Blaine, og var hann um eitt
skeiÖ margmennur og ágætlega æfÖur, enda voru hér
margir góðir söngmenn á þeim árum.
Jón og Ólína Johnson. Jón er sonur ;Maríu Abra-
hamsdóttur og fyrra manns hennar Jóns' Þórðarsonar ('til
frekari skýringar sjá þátt Benedikts Sigvaldasonar og
Maríu á öðrum stað í þessu Almanaki). Jón er fæddur
1884 í Nýja-íslandi, misti föður sinn áður en hann fædd-
ist, ólst upp með móður sinni og stjúpa. Kom til Blaine
1902. ÁriÖ 1909 kvongaðist hann Ólínu S. Jósepson (er
foreldra hennar Magnúsar og Steinunnar Jósepsson getið
hér á öörum stað). Þau Jón og Ólína hafa verið lengst
af til heimilis í Blaine. Jón er lrúsasmiður og vélfræðing-
ur. Ágætlega verkfimur að hverju sem hann leggur
hendur. Ólina er ein af fyrstu ísl. hér vestra, sem fékk
miðskólamentun og útskrifaðist í bókfærslu. Nú stunda
þau hjón hænsnarækt, voru með þeim fyrstu hér að taka
upp þá atvinnugrein og hefir gengið ágætlega. Þau eru
talin vel efnuð.
Þorstehm og Sigríður Líndal. Þorsteinn Þ. Líndal
var fæddur 1863. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn
Þorleifsson frá Hjailalandi í Vatnsdal i Húnavatnss.
Systir Þorleifs var Elin yfirsetukona, mörgum kunn fyrir
ágætis hæfileika og hepni i iðn sinni, og Sigríður Jöns-
dóttir, sem lengi bjuggu að Vatnshorni á Vatnsnesi og
þar var Þorsteinn fæddur og uppalinn. Bróðir Þor-
steins er Jón gestgjafi á Gimli, Man. Móöir þeirra
bræðra mun hafa verið ættuð úr Miðfirðinum. — Kona
Þorsteins Lindal var Sigríður Bjarnadóttir Sigurðssonar
og Halldóru Jónsdóttur Benedictssonar söðlasmiðs frá
Ytri-Ey í Skagafirði. Systir Sigriðar Lindal var Sigur-
laug kona Péturs Skjöld, sem lengi rak verzlun að Hall-