Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 75
65
vel. Magnús er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jó-
hanna dóttir Þorsteins og Sigurveigar Jóhannesdóttur
frá Laxamýri—alsystur Sigurjóns á Laxamýri. Börn
jæirra hjóna Magnúsar og Jóhönnu voru sjö, einn sonur
og sex dætur. Þau eru: Sigurveig, lézt rúmlega tví-
tug, þá nýgift; ÞórÖur, skólakennari; Ella, vinnur á
banka; Matthildur, skólakennari; Kriistín, Sigrún og
Margrét stunda nám. Öll eru börnin hin mannvænleg-
ustu. Jóhanna fyrri kona Magnúsar lézt í Maí 1918.
Seinni kona hans er María Þorbjörg Þorleifsdóttir, fædd
á BollastöÖum í Laxárdal í Húnavatnssýslu 1884. María
kom að heiman 1907, til Blaine kom hún 1920; giftist
Magnúsi 1926.
JakoUna Guðrúri ísaksson, systir séra Steingrims
Þorlákssonar og þeirra systkina. MaÖur hennar var
Gilbert J. ísaksson, norskur að ætt. Komu þau hjón
vestur hingaö frá Mountain, N. Dak. 1903. Börn þeirra
sem lifa eru: María, kona Brands Sveinbjörnssonar.
bónda í Sask.; Pálína, kona Runólfs Johnson í Seattle:
Rósa, gift Englending í Vancouver, B.C.; Óli, giftur
Jónu, dóttur Ingibjargar Gíslason, getið hér að framan,
til heimilis i Blaine; Jón, giftur hérlendri konu, einnig
í Blaine; Gilbert, til heimilis í Royal Oak, Mich.; George
og Robert, báðir ókvæntir. Jakoibína var talin ágætis-
kona um marga hluti. Hún lézt í Blaine 1923.
Sumarliði IO'istjánsson. Foreldrar hans voru hjónin
Kristján Einarsson og Anna Jónsdóttir Eiríkssonar, sem
um eitt skeið bjuggu að Barmi í Gufudalssveit. Amma
S. K. en móðir Önnu Jónsdóttur, var Þuríður Halldór-s-
dóttir Samsonarsonar skálda, af hinni alkunnu Samsonar-
ætt í Skagafirði. Systkini Sumarliða, sem enn lifa, og vér
vitum af, eru Jón bóndi að Eillevse, Man., Vigdís, ekkja
Ólafs Þormóðssonar, getið í Almanakinu 1925, Point