Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 69
59
manns og kallað til hans, en hann heyrði það ekki. Dag-
inn eftir var farið að leita, og fundust þau öll, Guðrún
dáin, en börnin, sem hlýtt höfðu móður sinni og verið á
rölti fram og aftur alla nóttina voru lifandi og lítt eða
ekkert skemd.
Gengur það kraftaverki næst að þau skildu lifa nótt-
ina af. Sumir segja aö Guðrún hafi týnt af sér það er
hún gat af fötutn sínum og látið á börnin, en sjálf hafði
hún gengið skamt þar frá, lagst þar fyrir og sofnað. Er
saga hennar ein af hinum mörgu harmsögum fólks vors í
þessu landi.
Eftir ])enna sorgaratburð, tóku þau hjón. Þorlákur
Jónsson frá Stóru 'l'jörnum og Lovísa Níelsdóttir, Borg-
hildi að sér, og var hún hjá þeim unz hún giftist. En
Vilhjálm bróður hennar tók Björn Þorláksson, og hafði
hann ])angað til hann var fulltíða maður. Hann lézt 25
ára gamall.
Þegar þau Metúsalem og Borghildur voru gift, réð-
ust þau í að kaupa 80 ekrur suö-austur af Mountain, á-
samt hestum og akuryrkju-verkfærum og kom það alt
upp á $2,200.00 að mestu í skuld. Bjuggu þau þar í 7
ár, en gáfust þá upp við skulda-baslið, og skiluðu öllu
aftur. Fluttu þau þá til Roseau í Minnesota, námu þar
land og reistu bú á ný. Á þeim árum var Metúsalem
])ar sveitarskrifari, friðdómari, skólahéraðs .skrifari,
vegastjóri og póstafgreiðslumaður. Hafði hann ])essi
störf á hendi um fleiri ár. Auk þessa var hann og skip-
aður af stjórninni til að taka manntal í því héraði. Segir
hann, að það verk hafi hann fengið bezt borgað af öll-
um opinberum störfum, sem hann hafi fengist við, því
þá hafði hann $6.00 á dag. Eftir 11 ára veru i Roseau
seldi Metúsalem land sitt og bú, og fluttist með fjöl-
skyldu sinni til Blaine 1907. Þar voru þau næstu 10 ár,
og leið að ýmsu leyti vel. Arið 1917 fluttist hann búferl-
um til Yakima, Wash., paradís allra aldinreita í þessu