Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 37
27
því að hætta að prédika, en því neitaði hann harðlega:
"Ef þið látið mig lausan í dag prédika eg á morgun,”
mælti hann. Þungt féll honum þó að verða að skilja
viö konu sína—hann var kvæntur á ný—og við börn sín,
einkanlega eina dóttur sína, er fædd var blind. Sat
hann nú i fangelsi nær tólf ár samfleytt, en naut þó all-
mikils frjálsræðis á köflurp; fór það! eftir skaplyndi
fangavarðar. Fjarri fór að Bunyan væri iðjulaus þessi
mörgu fangelsisár. llann hafði ofan af fyrir fjölskyldu
sinni með því að búa til knypplinga. Þá prédikaði hann
einnig fyrir samhandingjum sínum, var fangelsis-prestur
og vann að ritstörfum. Fangelsisvistin, þó döpur væri
annars, veitti honum tóm til umhugsunar, lesturs og
.skrifta. Las hann mest ffeilaga Ritning—aftur og aftur
—en auk þess önnur rit trúarlegs efnis. Merkasta rit
hans frá þessum árum er Grace Abounding, er fyr var
nefnt.
Árið 1672 var utankirkjumönnum veitt trúfrelsi; var
Bunyan þá Iaus látinn og honum leyft að prédika. Hann
tók aftur við prestsstörfum í Bedford; vann þó jafn-
framt að iðn sinni og ritaði mikið. Liðu svo þrjú ár;
voru þá trúfrelsislögin úr gildi numin og Bunyan hand-
tekinn á ný; sat hann nú um sex mánaða skeið i fangelsi.
Var það i þessari síðari fangelsisvist, að Bunyan skráði
hið ódauðlega rit sitt För PHagrímsins, að minsta kosti
meiri hluta fyrri kaflans ("Kristinn).
Síðustu ár æfi sinnar lifði Bunyan friðsömu en starf-
sömu lífi, hann prédikaði og gegndi öðrum prestverk-
um, huggaði menn og líknaði, og vann jafnframt sem
fyr að ritstörfum. Á þessum árum skráði hann meðal
annars síðari hluta Farar Pílagrímsins, The Holy War
(stríðið helgaj og The Life and Death of Mr. Badman
flíf og dauði illmennis). Alt eru þetta merkisbækur og
áhrifamiklar. Rithöfundar hæfileikar hans og prédik-
ara öfluðu hdnum ví'íjfrægíar. Sérstakílcga bar För