Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 56
46
og vísast þangatS um ætt hennar. Ingibjörg er fædd 1876.
Þau hjón eiga 3 sonu, þeir eru: Maríus Ágúst 18 ára;
Halldór Karl 13 ára og Erlendur Helgi 12 ára, allir i
fö'Öurgar'Öi. GuÖbjartur Kárason hafÖi nokkur ár verzl-
un í Blaine, en hætti henni og hefir unnið við ýmislegt
síðan. Öll árin hefir hann unnið vel að íslenzkum félags'-
málum, sérstaklega lestrarfélagsins Harpa og safnaðar-
málum. Ilr góður drengur og sæmilega skynsamur.
Sigurður Ólafsson var fæddur 1852 aS Daðastöðum i
Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans Ólafur Gíslason og
Signý Skúladóttir. Sigurður fór ungur úr foreldrahús-
um að vinna fyrir sér sjálfúr. Hann kvæntist heima á
íslandi, Helgu Sigftúsdóttulr. Sigfús faðir Helgu! og
Ingibjörg móðir Margrétar, konu Magnúsar Jónssonar
frá Fjalli, voru systkinabörn. Þau hjón, Sigurður og
Helga fluttust vestur um haf 1884 og fóru til Pembina,
N. Dak, og" voru þar á ‘annað.ár. Þá fluttust þau til
Nýja Islands og settust að fyrir sunnan Gimli. Þar misti
Sigurður konu sína. Skömmu eftir aldamótin fluttist
hann vestur að hafi, keypti ekru af landi fyrir sunnan
Blaine, bygði þar hús og bjó þar kringum 20 ár. Var þá
heilsa hans mjög farin. Fýsti hann þá austur aftur og
mun hafa ætlað sér að komast á gamalmennaheimilið
Betel, en komst aðeins til WSnnipeg og lézt þar. Það
mun hafa verið árið 1920.
Krístján Indríðason Davíðssonar er fæddur 1855.
móðir hans var Ingibjörg Andrésdóttir Sveinssonar, og
ættuð úr Aðalreykjadal, en faðir, Indriði Davíðsson frá
Laxamýri i Þingeyjarsýslu og þaöan ættaður. Kristján
ólst að mestu upp í Mývatnssveit—var 9 ár í Baldurshaga.
Hann kom að heiman 1885 til Winnipeg. Fluttist ]>aðan
til Pembina, N. Dak og bjó þar 18 ár. Kristján er tvi-
kvæntur. Fyrri kona hans var Ástríður Jóhannesdóttir