Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 45
35
Plimsoll var kosinn á þing áriö 1868. Hann bar þar
óðar fram lagafrumvarp um vernd fyrir sjómenn. Hann
átti langa baráttu fyrir höndum. Árið 1873 var, sam-
kvæmt tillögu hans sett konungleg nefnd til þess að
rannsaka málið, og áricS 1875 lagði átjórnin frumvarp, sem
hann sætti sig við, fyrir þingið. Þegar átjórnarformaður-
inn, Disraeli, lýáti því yfir, að frumvarpið mundi verða
látið falla niður, reiddiát Plimsoll. Hann skók hnefana
framaní þingsforsetann og kallaði þingmennina fanta.
Honum var gefinn viku freátur til þess að taka aftur
ummæli sín. Hann baðát afsökunar, en þá var svo
komið, að almenningsálitið var á hans hlið. Lög voru
samin, sem með ýmsum síðari endurbótum urðu að
kaupskipalagabálkinum. Þau gáfu verzlunarráðuneytinu
átrangt vald til eftirlits.
Plimsoll var endurkosinn 1880, en eftirlét þingsæti
sitt átjórnarþingmannsefni, sem ekki hafði náð kosningu.
Hann neitaði að láta kjósa sig aftur, þótt honum átæðu til
boða þingsæti í þrjátíu kjördæmum, Eftir þetta varð hann
forseti félags sjómanna og slökkviliðsmanna, og barðiát
fyrir umbótum á skipum, sem notuð voru til nautgripa-
flutninga. Einu sinni heimsótti hann Bandaríkin og var
erindi hans þangað, að fá komið að vingjarnlegri anda í
garð Bretlands í skólabókum.
Aðalafrek hans sem átjórnmála-og umbótumanns
er merkið sem ber nafn hans til allra hafna í heiminum.