Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 46
SAFN
TIL LANDNÁMSSÖGU ÍSLENDINGA
I VESTURHEIMI.
islendingar á Kyrrahafsströndinni
Samið hefir Margrét J. Benediétsson
II. BLAINE
Framhald írá 1928
Hjörlcifur V. Stefánsson var fæddur 1850 að Þurí'Öar-
stööum í EyÖaþinghá, S. Múlasýslu. Foreldrar hans voru
Stefán bóndi Vilhjálmsson og kona hans, GuSrún Einars-
dóttir, systir HóImfríÖar sál. konu Björns Hlalldórssonar
frá ÚlfsstöíSum í LoÖmundárfiröi. Hjörleifur var hjá
foreldrum sínum fram á fermingaraldur. Misti þá móÖ-
ur sína og fór að ÚlfsstöÖum til Hólmfríðar móÖursyst-
ur sinnar. Ung-fullorðiinn fór hann til SeyÖisfjarðar.
Var til heimilis 1897 á Dvergasteini hjá Gísla Gíslasyni,
og JarÖþrúði konu hans, en lausamaöur, eins og þá var
kallað um þá menn, er ekki voru vist-bundnir, og vann
sjálfum sér, við fiskiútveg eða hvað sem fyrir félst. Ár-
ið 1883 fluttist hann vestur um haf ásamt unnustu sinni,
Guðrúnu Tómasdóttur. Hún var fædd 1866 að Eyvind-
arstööum á Álftanesi. Foreldrar hennar voru hjónin
Tómas Gíslason, útvegsbóndi og Elín Þorsteinsdóttir í
Reykjavík, Bjarnasonar pólitís. Guðrún var hjá foreldr-
urn sínum fram að fermingu, en fór þá til Magðalenu
systur sinnar, konu Páls Jóhannessonar, sem lengi var
skrifari hjá Thorberg amtmanni. Þaðan fór hún norður
á Seyðisfjörð og ári seinna til Ameríku. Þau Hjörleifur