Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 81
71
bóndi Jónsson og Sigurbjörg Ás-bjarnardóttir er lengi
bjuggu á nefndum bæ. Jón kom til Ameríku 1879 °S
settist aÖ í Minneota, Minn. Þar var hann þangaÖ til
1898 aÖ hann fluttist til Marietta, Wash., þar bjó hann
í 9 ár, fluttist til lilaine 1907 og hefir veriÖ þar síöan.
Mest af þeim tíma, sem Jón var í Minneota, rak hann
verzlun í félagi með Guðmundi Dalmann og í Blaine hef-
ir hann verzlað lengst af upp á eigin reikning, síðan hann
kom þangað. Kona Jóns er Kristín dóttir Iíalldórs Jóns-
sonar prests að Grenjaðarstað, og konu hans Valgeröar
Torfadóttur. Sá Torfi bjó lengi á Héðinshöfða við
Húsavík, atkvæðamaður á sinni tíð. Kristin er fædd
1854 að Geitafelli í Þingeyjarsýslu. Bróðir Kristínar
er Jóhannes Frost, sem lengi hefir verið og er enn í
Minneota. Hann var og hér í Blaine fáein ár skömmu
eftir aldamótin. — Þau hjón Jón og Kristín Stephanson
eiga einn son, Edward Sigurstein, giftur hérlendri konu,
til heimilis i Everette, Wash. — Þau Stephansons hjón
eru bæði vel gefin, áreiðanleg um alla hluti og valmenni.
Björn Stefánsson Byron, er fæddur 1856 að Svalbarði
í Þistilfirði. Foreldrar hans voru Stefán Illhugason og
Sigurborg Jónsdóttir, bæði þaðan ættuð. Björn kom til
Winnipeg frá íslandi 1888 og var þar 19 ár. Til Blaine
kom hann 1907 ásamt konu sinni og börnum. Kona
hans er Guðrún Guðmundsdóttir, Jónssonar, Arnasonar
EyjafjarSarskálds. Móðir Guðrúnar var systir Hall-
grims læknis Jónssonar, þess er orti Þórðar rímur hreðu.
Guðrún er fædd 1857. Börn þeirra hjóna eru Óli, til
heimilis í Blaine, Þorgrímur til heimilis i California, og
Tryggvi i Montana. Allir kvongaðir.
Gestur Stefánsson, sonur Sigurgeirs Stefánssonar, sem
lengi bjó í Selkirk, ættaður úr Eyjafjarðarsýslu og Guð-
rúnar Jónsdóttur ættaðri af Flateyjardal í Þingeyjarsýsju