Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 101
91
minni árnar var riöiS á vöSum. L,ei8in, sem viÖ fórum
liggur þvert yfir fimm sýslur og nokkuÖ af þeirri sjöttu.
Geta þeir, sem ekki þekkja annaÖ ferÖalag en meÖ járn-
brautarlestum og bifreiÖum um sléttlendi, litt gert sér
i hugarlund, hversu erfitt er að ferðast yfir eyÖisanda og
fjölda mörg vatnsföll fyrir riðandi menn eða fótgang-
andi.
Fyrst eftir að við lögðum af stað vorum við einir, en í
Kirkjubæjarklaustri náðum við í kaupafólk að sunnan og
urðum þvi samferða. Gullbringusýslan er að vísu i vest-
urátt úr sýslunum á suðurlandsundirlendinu, en venju-
lega var það kallað að fara suöur, þegar þangað var far-
ið. Það var algengt i þá daga, að karlmenn og kvenfólk
úr gullbringusýslu færi austur í sveitirnar i Árnes- Rang-
árvalla- og jafnvel Vestur-Skaftafellssýslu, til þess að
vinna þar við heyskap á sumrin; var það kallað að fara i
kaupavinnu, og fólkiö, sem þessar ferðir fór, var kallað
kaupafólk. Ferðaðist það jafnan ríðandi og flutti kaup
sitt, sem venjulega var goldið i srnjöri og öðrum búsaf-
urðum, með sér. Siðar, þegar strandferðaskip komu til
sögunnar, lögðust þessar langferðir á hestbaki milli lands-
fjórðunga að miklu leyti niður.
Þegar við lögðum af stað frá Kirkjubæjarklaustri var
ein konan, setn með var í förinni nærri druknuð. Við
vorum að fara yfir Hólsá, sem var bæði djúp og straum-
hörð. Ivonan fór aftur úr söðlinum og i ána. Til allrar
hamingju náði eg í pils hennar og tókst mér að bjarga
henni; en litlu mátti muna og hefði hún eflaust druknað,
ef ekki heföi viljað svo til að eg náði í hana.
Eftir þetta fyrsta æfintýri gekk ferðin vel og bar ekk-
ert til íðinda, fyr en við komurn vestur í Árnessýslu.
Þar komurn við seint um kvöld að bæ einum og settumst
að í fjárhúsi. Við gátum ekki kveikt ljós, því eldspýt-
urnar, sem við höfðum meðferðis, höfðu vöknað.
Var þá maður sendur heim á bæinn, til þess að