Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 39
29
Var hann, í fangelsinu, a8 rita alvöruþrungna bók um
trúarefni: hyrjaði hann >á alt í einu, ósjálfrátt, að rita
För Pílagrímsins. Hugmyndirnar og líkingarnar flykt-
ust í huga hans “sem neistaflug frá (báli”; hafði hann
vart undan að rita. Hér virðist því í orðsins sönnu
merking um “skáldlegan innblástur” að ræða. Reit Bun-
yan bókina, að því er hann segir, í tómstundum sínum
sér til skemtunar. Sýndi hann hana vinum sínum, en þá
greindi á um gildi hennar. Ákvað hann þó að láta prenta
hana. Iílaut hún undireins vinsældir miklar. Áður höf-
undurinn andaðist höfðu komið út á Englandi ellefu út-
gáfur, meira en hundrað þúsund eintök; var það feyki-
leg útbreiðsla á þeirri öld. En langt út fyrir takmörk'
Englands hafa.áhrif ritsins náð; það hefir farið sigurför
um heim allan; verið þýtt á meir en hundrað tungumál.
Og enn er það lesið. Skrautútgáfa á frummálinu er ný-
komin út í minningu um þriggja alda afmæli höfundar-
ins.
Tvisvar sinnum hefir merkisrit þetta verið gefið út í
islenzkri þýðingu. Árið 1864 var p.rentaður í Reykjavík,
fyrri hluti þess undir nafninu Krossgangan úr þessum
hcimi, til hins ókomna í þýðingu séra Odds V. Gíslason-
ar, en síðári hlutinn kom út næsta ár.*)
Þýðing Eiríks meistara Magnússonar á ritinu kom
út í Lundúnum 1876 og nefnist För PUagrímsins frá
þessnm heimi til hins ókomna. En eldri er þó þýðing
þessi en hin fyrnefnda. Sneri Eirikur ritinu árin 1862—
63 fsbr. formála hans), en séra Oddur vann að þýðingu
sinni 1864—65 þsjá eftirmála hans). Báðar eru þýð-
ingar þessar gerðar úr frummálinu og eru yfirleitt á-
*)í eftirmála sinum segir séra Oddur: “Við átleg’gingu Kross-
göngunnar hefi eg haft handrit, sem herra prðfastur E. Sæ-
mundsen i Stafholti léði mér, og hefi eg að nokkru fylgt því,
viðvíkjandi nöfnum og niðurröðun kapítulanna.” Er því svo
að skilja sem Sæmundsen hafi þýtt ritið; hann er þá hinn
þriðjl íslendingur, sem svo hefir gert.