Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 105
95
ekki vita, hvort hann fyndi bæinn, ef hann færi lengra.
Snéri hann þar viS, en vi'ð héldum áfram. Ætlun okkar
var að ná til næsta bréfhirðingarstaðar um kvöldið. Mér
fanst leiðin nokkuð löng og hafði orö á því við póstinn,
en hann sagði að það væri ekki að marka vegna þess,
hversu seinfarið væri. Loksins neitaði eg alveg að halda
áfram lengra; sagðist eg vera óþreyttur enn og geta stað-
ið uppi alla nóttina, en það hefði orðið mörgum manni að
bana að ofþreyta sig. Kafbylur var en ekki mjög frost-
hart. Stóðum við þarna alla nóttina. Laust fyrir dag
dró úr frostinu og gekk vindurinn þá i útsuður. Þegar
birti, sáum við að við vorum komnir þrjár milur fram
hjá bréfhirðingarstaðnum, Mýrum. Ef við hefðum hald-
ið áfram um nóttina, þá hefSi ekkert legið fyrir okkur
annað en að lenda út á Mýrdalssand. Er mjög liklegt að
eg heíði yfirbugast af þreytu á sandinum. Pósturinn
hafði tvo hesta; reið hann öðrum en hinn var undir klyfj-
um. Var hann því ekki í neinni hættu vegna þreytunnar,
sem var mér hættulegt eins og á stóð.
Á Mýrum biðum við heila viku. Var aldrei fært
yfir Mýrdalssand allan þann tíma. Þegar við loksins
gátum lagt af stað, urðum viö að fylgja fjörubotni á
sandinum, því ofar var með öllu ófært. Fyrsta daginn
komumst við að Vík í Mýrdal og næsta dag þaðan að
Felli. Svo fórum við yfir Sólheimasand að Skógum und-
ir Eyjáfjöllum. Um nóttina brast á regn og fyltust þá
allar lægðir með vatni og krapi. Frá Skógum fórum við
að Ossabæ og þar urðum viö aftur veðurteptir tvo daga
vegna biljar. Var þó ekki löng leið yfir Fljótshliðina.
Daginn, sem við fórum frá Skógum, komum við að
Drangshlíð. Þar fékk pósturinn hrennivín. Eg vildi þá
ekki fara lengra en að Steinum, en pósturinn vildi halda
áfram. Við komumst ekki yfir ána þar og varð það úr,
að við urðum þar um nóttina.
Frá Ossabæ héldum við að Breiðabólsstað og var