Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 41
31
konur eru ljóslifandi, holdi klæddar og blóði, jarÖar-
börn í húð og hár. Heimskænn og málugwr eru vor á
meðal enn í dag, og svo er um aðra þá er Bunyan lýsir.
Hann var raunsæismaður, átti skarpa athugunargáfu og
glögt auga, og hann skildi menn vel.
Ekki má heldur gleyma frásagnarsnild Bunyans.
Hann segir prýðilega frá, svo unun er að lesa. Og æfin-
týra blær hvílir yfir ritinu. Kristinn kemst oft i “krappan
dans,” á einvígi við ófreskjur og jötna. Það er eitt hið
dásamlegasta við rit þetta að börn og unglingar geta lesið
það sér til skemtunar, sem hvert annað æfintýri, en full-
orðnir sér til fræðslu. Loks er ritháttur Bunyans; er
það einn hinn helzti kostur ritsins. Stíll hans er mátt-
ugur og fagur, en þó einkar látlaus. Höfundurinn var
alþýðumaður, nærri óskólagenginn, og hann reit fyrir
sína líka. Og mál hans er mjög hreint; að kalla má laust
við allar latmu-slettur, sem tíðkuðust á þeirri öld. Bun-
yan hafði eigi hvað málið snertir marglesið Heilaga Ritn-
ing til einkis. Og þeir eru fleiri merkis-rithöfundarnir
ensku, sem ausið hafa af sama brunni.
Um hálfa þriðju öld hefir För PHagrímsins venð
lesin og dáð af lærðum sem ólærðum. Og enn í dag fær
hún hrifið menn, snert strengi hjartna þeirra. Bunyan
féll í skaut það fágæta hnoss að rita ódauðlega bók.