Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 90
80
konmir í bezta gengi meS a'S gera vistunum góð skil, nie’Ö
fjörugum samræðum um sela- og hnísu-skytterí, kemur
húsfreyja inn í herbergið, þó fremur stillileg, gengur upp
að bónda sínum, og rekur honum rokna löSrung, svo að
smellurinn í kjamma Otúels hefði vel mátt heyrast yfir í
hinn enda baðstofunnar, gengur svo fram að herbergis-
dyrunum stansar þar og horfir á okkur. Otúel varð
hálf-hverft við þenna vel útilátna snoppung, leggur frá
sér hnífinn og forkinn og starir á konu sína og segir:
“Maddama Dagmey, hvern slóstu? Þetta tvítók hann,
“Þú slóst fræga heiðurskempu, Otúel \ragnsson, sem
])ú átt fyrir bónda, sem skaut selinn i hlössunum, stand-
andi i sjónum upp í herðablöð.” Húsfreyja fussaði, fór
út og læsti á eftir sér; Otúel náöi sér furðu fljótt og
skeggræddi við okkur eins og ekkert hefði i skorist^ en
auðséð var á úliti húsfreyju, þegar hún kom inn, hvernig
i öllu lá og að Otúel hafði ekki skrökvað að mér niðri í
fjörunni.
Bjarni garnli hefir vist hugsað að kvöldið myndi ekki
verða mjög skemtilegt, því hann kvaddi og fór strax eftir
a5 við vprum búnir að borða. Otúel rak þá son sinn út,
og læsti að okkur og segir: “jonsi, blessaður unginn hún
mamma er orðin kend, eg má ekkert fá mér i 'staupinu
meira í kvöld, þetta er mótlæti, Jónsi en eg ætla að bera
það eins og heiðurskempa,” sagði hann með mikilli á-
herzlu, og hann efndi ])að vel, drakk ekkert meira ])að
kvöld; enda var þaðl—að virtist, föst regla hans í hvert
sinn, sem það kom fyrir að kona hans drakk svo að á'
henni sá, ]>assaði hann sig að smakka ekki vín., og virti
eg það mikið við hann, hann varð þá líka ætið svo stiltur
og prúður, aumkaði “Maddömu Dagmey” i hverju orði
og kallaði hana blessaðan ungann en helzt vildi hann þá
ekkert nálægt henni vera.
Um veturinn fórum við alloft í kaupstað, og gjörðist
]>á oftast eitthvað sögulegt. Einu sinni sem oftar fór