Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 54
44
einatt ibetur og betur. Fimm sinnum i þa'Ö minsta hefir
hann bygt sér heimili i þessu landi, þrisvar í óbygÖum aÖ
kalla má. En svo hafa örlögin nú ákift viÖ þenna at-
orkumann, aÖ hann býr á annars manns eign, blindur og
við lítinn kost. Idann er nú húinn aÖ vera blindur í 12 ár.
Nokkuð af þeim tima var hann hjá syni sínum, i New
Westminster, B.C. Kom aftur til Blaine fyrir rúmum
tveim árum, og vonar að þurfa nú ekki að flytja aftur
fyr en hinsta kalliÖ kemur. ■— Magnús átti 6 bræður, búa
4 af þeim enn í Blönduhlíð í §kagafirði. Tveir komu
með honum að heiman, Þorbergur og Þórarinn, báðir
dánir. Þórarinn drukknaði í Winnipegvatni 1890, en
Þorbergur fluttist til Argyle með Magnúsi. — Magnús
Jónsson er án efa einn af merkustu íslendingum, sem
komið hafa vestur um haf. Bregður honum mjög til
hinna fornu íslenzku héraðshöfðingja. Hýbýlaprúður,
hvort sem heimilið hefir verið stórt eöa smátt og hversu
sem efnahagurinn hefir verið; leið honum aldrei betur
en þegar hann hafði fult hús gesta. Enda hefir gestrisni
þeirra hjóna lengi verið viðbrugðið bæði heima og hér.
En Magnús er líka höfðingi í andans heimi. Um það
vitna hinar mörgu ritgjörðir hans í blöðunum frá ýms-
um tímum, svo og Vcrtíðarlok gefin lit fyrir nokkrum
árum. Hann hefir aldrei þrætt almennar brautir i skoð-
unum sínum. Til þess átti hann of rúman sjóndeildar-
hring, of mikið af bróðurkærleika til allra manna. Það
var eigi oflof, sem til þeirra hjóna var kveðið í samsæti,
sem þeim var haldið fyrir nokkrum árum hér í Blaine,
þar stóð m. a. þetta:
S'kóli oss var yðar hús,
æskan þangað streymdi fús.
Listin fann þar frið og skjól,
fræðidísin nýja sól.
Margur þreyttur þrek og dug