Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 89
79
hann. Svo rausaÖi hann lengi um þaÖ, hvernig hann ætl-
aði að hafa alla hluti; þegar hann væri skilinn við mad-
dörnu Dagmey. Síðan fór hann heim aS bæ með alls
konar tilburðum.
Þegar Otúel var í essinu sínu, var engu líkara en að
hann hefði liðamót á hverjum ferþumlungi i öllurn
skrokknum, það er ómögulegt að lýsa öllum þeirn tilburð-
um og hreyfingum; hann var 5 fet og 5 þuml. á hæð, en
mjög gildur, einkum um lendarnar var hann afar sver,
nokkuð varaþykkur með lítið nef, og ekki ófríður, hann
hafði lengi rauSa breiða trefju um hálsinn, og náðu end-
arnir rúmlega i beltisstað^ þegar mesti yfirlætis gassinn
var á honum, veifaði hann hverjum handleggnum yíir
annan svo hart og títt undir tref juendunum, að þeir sýnd-
ust eins og rauður vængur á harða flugi. Otúel var bráð-
lyndur, en ótrúlega fljótt gleyminn á alt þessháttar, hver
sem í hlut áttu. Þegar menn hældu honum í háði, þá tók
hann því öllu með alvöru, og þótti afarvænt um.
Við gamli Geir komum ekki heim í bæinn fyrr en dimt
var orðið, frá sjóverkunum. Var þá kominn góðkunn-
ingi Otúels, sem Bjarni hét Halldórsson frá Sandeyri,
næsta bæ^ hafði Otúel boðið honum að koma^ að fá sér
hressingu hjá sér þetta kvÖld, Otúel var þá hinn kátasti
að skrafa við Bjarna gamla. Þegar eg hafði þvegið mér
og farið úr hlífar-fötunum, var kallað á mig inn í hjóna-
verelsið, átti eg að setjast þar að borði með húsbóndan-
um, gestinum og syni þeirra hjóna, það var drengur 9
ára, sem var eina barniS og hét Ebenesar, hann var heilsu-
veill og því óefnilegur að líkamsburðum. Á borðið var
kominn rnesti ruðningur af alls konar góðgæti: svið, súrir
lundabaggar, saltaðar bringur og steikt rafabeltþ diskar
og hnifapör og staup hjá hverjum diski, og pottborð-
flaska með hressingu í, þetta var hátíðisdagur fallra
heilagra messa). Otúel >bað okkur að gjöra svo vel; og
byrjaði sjálfur með því að fylla staupin, þegar við vorum