Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 60
50
konum, stórlynd, en léttlynd.og glaðlynd, bregÖur henni
rnjög í kyn um flesta hluti. Þórarinn er einn af þeim
fáu mönnum, sem ekki vill vamrn sitt vita í neinu. Hann
annaðist foreldra sína til dauðans og á drjúgan skerf í
uppeldi stjúpbarna sinna, og hans hlutskifti hefir og ver-
ið aö jarÖa flest af þeim, sem dáiS hafa meira og minna
uppkomin, Á hann því yfir að líta æriÖ dagsverk, þó
ekki hafi hann sjálfur átt nein börn, enda heilsan, sem
aldrei var sterk, nú farin meÖ öllu.
Abigal Þórðardóttir Wells, systir Magnúsar ÞórÖar-
sonar hér aÖ framan talinn er fædd 1879 að Hattardal í
ísafjarÖarsýslu og alin upp hjá foreldrum sínum. Hún
kom vestur um haf meÖ móÖur sinni 1894 og settust þær
aÖ í Baldur, Man., þar var þá Magnús bróÖir hennar.
ÞaÖan flutti hún til Blaine 1902 og hefir veriö þar síðan.
Sama ár og hún kom hingað giftist hún, Charles Wells.
Ekki hefir þeim hjónum orÖiÖ barna auÖiÖ, en þau tóku
til fósturs nýfædda, Marion Kristín (hnóðirin íslenzk) og
ala hana upp sem sitt eigið barn. Charles Wells er dreng-
ur góður, og kona hans Abigal er prýðilega vel gefin og
góð kona. Hefir hún annast sunnudagsskólann hér í
mörg ár með mestu snild.
Kristján Jónsson Preeman sonur Jóns Freeman fgetið
á öðrum stað) er fæddur 1890 í Argyle í Manitoba. Ólst
upp með foreldrum sínum. Kona hans, Jakobína Pét-
ursdóttur Finnssonar, er fædd 1893 að Garðar, N. Dak.
Eiga þau hjón hóp af myndarlegum börnum. Búa á
landi Jóns Freemans, föður Kristjáns, o'g hafa þes'si síð-
ustu ár haft mjólkursölu hér í bænum.
Jón Magnússon Jónssonar frá Fjalli, getið hér að
•framan ,er fæddur 1874 og hefir lengst haft heimili hjá
foreldrum sínum. Kona hans er Sigríður Sigurðai'dóttir
Sigurðssonar fgetið hér að framanj. Ilún er f. 1876.