Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Blaðsíða 79
69
stúlku. Síöan Jón kom til Blaine hefir hann unniÖ fyrir
Great Northern járnbrautarfélagiÖ. Jón er hæglátur
maÖur en -kemst þaÖ sem hann reynir, og drengur góður.
Bæði eiu þau hjón hér í afhaldi.
Bjarni Davíðsson Davis, sonur Davíðs GuÖmunds-
sonar, ættuðum af Suðurlandi. á íslandi og Margrétar
Ingjaldsdóttur, skagfirskrar, er fæddur í Winnipeg.
Bjuggu foreldrar hans þar nokkur ár, en fluttust þaðan
til Mountain, N. Dak., og þar ólst Bjarni upp. Árið 1900
fór hann vestur að'hafi, var 3 ár í South Bend, Wash.,
þaðan fór hann til Blaine 1903 og hefir verið þar síðan,
að undanskildu einu ári. sem hann var í Wheeler, Ore.,
þar sem hann i félagi með nokkrum Blaine-mönnum
keypti sögunarmylnu, sem þeir svo töpuðu siðar. Þrjú
systlíini Bjarna -búa nálægt Wynyard, Sask. Þau eru
Magnús, Jóhann Guðmundur og Sigurborg. Kona
Bjarna er Friðrika, fædd Jónsdóttir. Bróðir hennar er
John Johnson, býr hér í Blaine, getið á öðrum stað.
Móðir þeirra er María Abrahamsdóttir Walterson, einn-
ig getið hér á öðrum stað. Börn þeirra hjóna eru Marion
Archibald, Ovida Margrét, I'ola og Beaulah, alt vel gefið
og fallegt fólk. Bjarni er einn af þeim mönnum, sem
ekki er á réttri hyllu í mannfélaginu, þó hann sé ágætur
verkmaður og skildurækinn húsfaðir. Hann er stór-
gáfaður nraður og hefði sómt sér vel hvar sem var. Hann
er yfirlætislaus og sekkur sér niður í heimilisskvldurnar
Magðalena HaUdórsdóttir Jolrnson er fædd 1847 aö
Svertingsstöðum í Miðfirði, þar bjuggu foreldrar henn-
ar, hjónin Fdalldór Jónsson og Halldóra Illhugadóttir:
voru þau TTúnvetningar í báðar ættir. Magðalena kom
til Canada að heiman 1876 og fór til Nýja-íslands og var
]iar 2 ár. Fluttist þaðan til Mountain, N. Dkota og nam
land og bjó'þar með manni sínum þar til 1901. að þau
Almanak 1929. 4.