Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 26
24
ritari þingmanns nokkurs; voru launin sízt mikil,
en nægðu honum til lífsviðurværis. í þessari
stöðu kyntist hann einnig stjórnmálastarfsemi, Oo
kom sú fræðsla að góðu haldi seinna á æfinni.
Hann hafði snennna skipað sér í flokk þeirra
manna, sem unnu að bættum kjörum verkalýðsins,
en fór þó æði mikið eigin götur í stjórnmálum.
Hann las sem áður öllum stundum og gaf sig einn-
ig að blaðamensku; kom hann ár sinni svo vel
fyrir borð, að hann gat áður mörg ár liðu (1892)
haft ofan af fyrir sér með ritstörfum. Átti liann
nú hlut í ritstjórn ýmsra Lundúnablaða; var t. d.
um skeið ritstjóri “Labour Leader’’, málgagns ó-
liáða verkalýðsflokksins (The Independent Labour
Party).
Af blaðagreinum hans frá þessum árum má
sérstaklega nefna hinar djarfmæltu ritgerðir hans
um ástandið í Suður-Afríku eftir Búastríðið, er
mikil áhrif höfðu og víðtæk. Bera þær vitni á-
gætum blaðamanns-hæfileikum höfundarins; þær
eru liprar og gagnorðar og draga athygli lesand-
ans að kjarna umræðuefnisins; ekki er sannsögli
þeirra síður eftirtektarverð. Segir höfundurinn
löndum sínum hiklaust til syndanna og ver nögg-
samlega málstað Búanna. Það er heldur ekki í
eina skiftið, að hann hefir gerst málsvari lítil-
magnans. Það hlutverk hefir verið honum kært
um dagana. Jafnframt blaðamenskunni, ritaði
MacDonald mikið í ýms tímarit, og drjúgan skerf
á hann einnig í hinu mikla æfisagna-safni, “Dic-
tionary of National Biography"; er þar sén fræði-
menska hans svo engum tvímælum orkar. Hann
var auðsjáanlega sístarfandi á þessum árum, sem
réttilega hafa verið nefnd “undirbúningsárin”, því
að hann var þá að hervæðast. Stjórnmálastarf-
semi hans hefst fyrst svo kv.eður að, er hann gekk
í óháða verkalýðsflokkinn 1894, sem stofnaður
hafði veriö árið áður. Hefir liann æ síðan verið