Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Síða 28
26
ár kosningu; var MacDonald einn í þeirra hópi
og sat hann nú á þingi í fyrsta sinni. Mátti nú
segja, að áhrifa flokksins færi fyrir alvöru að
gæta í enskum stjórnmálum. Sama ár átti Mac-
Donald drjugan þátt í því, að myndaður var verka-
manna-þingflokkurinn (The Labour Parlamentary
Party). Með stofnun þessa flokks og þingstörfum
sínum komst MacDonald í tölu víðfrægra áhrifa-
manna.
En þingstörfin, þó umfangsmikil væru, voru
aðeins hluti af afrekum MacDonalds á þessum ár-
um. Hann var formaður verkalýðsflokksins 1907
—1911, en þá voru þar innbyrðis deilur miklar, og
hann var mestu ráðandi á verkalýðsráðstefnum
innan lands og utan. Hann var óþreytandi að
flytja mál flokksins í ræðum og ritum. Fyrir hönd
flokksins sá hann um val og útgáfu stærðar rita-
safns um stjórnmál og önnur þjóðmál (Socialist
Library). Árið 1905 kom út í safni þessu bók hans
“Socialism and Society” (Jafnaðarmenskan og
þjóðfélagið), sem mörgum sinnum hefir endur-
prentuð verið og þýdd á ýms mál. Er þar hin
greinilegasta og ákveönasta lýsing á stjórnmála-
stefnu þeirri, sem MacDonald hneigist eindregið
að, og nefnd hefir verið “hægfara jafnaðarstefna”
(evolutionary socialism).
MacDonald er andvígur þjóðfélagslegum bylt-
ingum, öllu ofbeldi, en fasttrúaöur á árangur hæg-
fara umbóta, á “þroskamátt þjóðlífs”, eins og
hann komst einu sinni að orði. “Jafnaðarmensk-
an (socialism),’’ segir hann í einu rit sinna, “er
hugsjón, sem gerð verður að raunveruleika með
framhaldandi umbótaviðleitni; afl sannfæringar-
innar er vopn hennar.’’ En jafnaðarmenska Mac-
Donalds er miklu meira en stjórnmálastefna; hún
er lífsskoöun hans. Ákveðnar siðferöiskröfur og
frelsisást eru tveir meginþættir liennar. Virðing-
arleysi fyrir einstaklingnum telur hann einn höfuð-
gaila núverandi þjóðskipulags. Trú hans á lýð-