Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 71
69
Hjálms alþingismanns í Norðtungu í Pverárlilíð,
síðar á Hamri. — Gestur var þá átta ára, -er liann
fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum 1874.
Ári síðar koni hann með þeim að Gimli. Snemma
þótti hann bera af flestum sínum jafnöldrum; vera
áhugasamur og áræðinn til 'Stórra framkvæmda.
hagsýnn til verka og skjótur til góðra úrræða, er
vanda bar að höndum. Þótti hráðgerr með af-
brigðum og því vel til foringja fallinn. Hefir það
líka orðið lians hlutskifti síðan, að ráða yfir öðr-
um — oft yfir stórum flokk manna, sem honum
hefir verið falið á hendur að stjórna við brauta-
gerð og fleira. — Kona Gests er Þórey Stefáns-
dóttir. Þau giftu sig 11. nóvember 1885. Þá sett-
ust þau á landið. Þar heitir Hagi. Faðir Þóreyjar
var Stefán bóndi í Vatnsdalsgerði í Vopnafirði,
Þorsteinsson bónda á *Ljósalandi. En móðir Þór-
eyjar var Sigurborg Sigfúsdóttir bónda á Hróð-
laugsstöðum á Langanesi, Eymundssonar bónda á
Skálum, Eymundssonar s. st., Ólafssonar s. st.,
Finnbogasonar á Haugsstöðum, Þormóössonar. —
Til Vesturheims kom Þórey með foreldrum sínum
1876. Þau bjuggu á Ljósalandi í Breiðuvík, en
tóku aldrei rétt á landi. Síðar fóru þau að Haga
til Gests og Þóreyjar. Þar dóu: þau. — Hagi hefir
ekki kafnað undir nafni hjá þeim Gesti og Þór-
eyju, því heimili þeirra má teljast liöfðingjasetur,
sem hið forna höfuðból á Barðaströnd. Hagi Gests
ens spaka. Og gestur okkar Oddleifsson hefir hald-
ið sér vel uppi til móts við það, sem greint hefir verið
af nafna hans á Barðaströnd, þótt ekki sé forspár.
Því hann kann ráð að gefa, sem reynast haldgóð,
— .er fyrirmannlegur á velli, höfðingi í lund, prýði-
lega vel máli farinn, prúður og glaður heim að
sækja. Sörnu viðtökum er þar að mæta í risnu og
skörungsskap af hendi húsfreyjunnar, sem er hin
mesta ágætiskona. — Tíu börn hafa þau hjón eign-
ast: 1. Oddleifur, sem áður er getið; 2. Una, kona