Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 123
íslenzkar sagnir
Ferðalag á Jólanótt.
Eftir
Halldór J. Egilsson.
Arið 1877 átti eg heimili á Kagaðarhóli í Torfalækjar-
hreppi eða Ásum, sem nú kallast, (áður Kólkamýrar) í
Húnavatnssýslu á Islandi. Á aðfangadag jóla áðurnefnt
ár komu að Kagaðarhóli, umboðsmaður Stephán Stephen-
sen, sem þá bjó á Holtastöðum í Langadal (bróðir Magn-
úsar Stephensen, landshöfðingja), Lárus Blöndal sýslumað-
ur Húnvetninga, og meðreiðarsveinn hans. Höfðu þeir sýslu-
maður verið næturgestir á Holtastöðum nóttina fyrir.
Stephensen biður mig að fylgja sýslumanni skemstu leið
yfir Ásana. Var sú leið aldrei farin vegna ófærðar, nema
þegar jörð var frosin eins og þá var. Stephensen vissi að
eg var vel kunnugur þeirri leið, og að eg hafði á jámum
ungan og ágætan reiðhest. Sýslumaður vildi komast
skemstu leið heim til sín að Kornsá í Vatnsdal fyrir jóla-
hátiðina. Eg var fús til fylgdar. Það var bezta veður, en
þó ekki bjart til fjalla, lítið snjóföl á jörðu, rétt sporrækt,
sem kallað er. Fylgdi eg svo sýslumanni vestur yfir As-
ana og vestur í Þingið á þjóðbraut fram í Vatnsdalinn, og
sneri þar til baka heim á leið og brá mér heim að Reykjum
á Reykjabraut, þar sem faðir minn þá bjó, Egill Hall-
dórsson. Stóð eg þar við eftir góðgerðum til kl. 6 eftir
hádegi. Heimilisfólkið vildi helzt ekki sleppa mér burtu,
þó ekki fyrir það, að eg mundi eigi rata heim, heldur fyr-
ir vinfengi mitt og jólahátíðina í hönd farandi. Á heimili
mínu, Kagaðarhóli, var enginn karlmaður, utan unglings-
piltur, og eg, sem hafði þar alla umsjón utan bæjar, þó
astti eg þar ekki húsum að ráða. Hafði eg lofað að koma
heim fyrir kvöldið og var því fastlega vonast eftir heim-
komu minni, og var mér því eigi hægt að verða við ósk
vinafólks og ættingja á Reykjum.
Á Reykjum átti heima gamall maður, Bjarni Magnús-
son að nafni; var eg uppáhald gamla mannsins. Þegar eg
er að kveðja fólkið, segir Bjami: “Farðu ekki heim í