Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 124

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 124
122 kvöld, Dóri minn.” “Því ekki?” varð mér að orði, brosandi. “Það segir fátt af einum,” sagði gamli maðurinn, og þegar eg kvaddi hann, leit hann eins og bænaraugum til min, að eg færi hvergi. Eg var eins viss um að rata heim til mín þetta kvöld -— að öllu sjálfráðu — eins og innan um bað- stofuna á Reykjum, þar sem eg átti heimili um mörg ár. Reið eg svo á stað heimleiðis beinustu leið. Milli Reykja og Kagaðarhóls voru tveir bæir, Orrastaðir og Hamrakot. Fór eg yfir túnið á Orrastöðum; var þar ljós í öllum gluggum og átti eg þar bezta vinafólk, en forðaðist að koma nálægt bænum til að komast hjá að eiga þar nokkura viðdvöl, hugurinn allur að komast heim sem fyrst. Fór fyrir sunnan Hamrakot og kom að Laxá, sem rennur úr Svínavatni; fór eg þar af baki og teymdi klárinn yfir ána, átti þá ekki nema stutt eftir að Kagaðarhóli í norðaustur frá þvi sem eg fór yfir Laxá, en þar hafði eg snúið við austan við ána og farið þveröfugt við það sem eg átti að fara, til suðvesturö, án þess að eg vissi af, og hélt áfram hinn rólegasti. Fór mér samt að finnast nokkuð langt heim að Kagaðarhóli; sá kindaslóðir, sem eg gat ekki áttað mig á frá hvaða bæ væru. Eftir nokkurn tíma kom eg að vatni, hugsa að eg muni nú kominn að Laxárvatni. Það vatn er mjótt og langt. Ríð út á vatnið með það í huga, að eigi taki mig lengi að fara yfir það; þar átti eg að þekkja mig vel og Kagaðarhóll þar skamt fyrir sunnan enda vatnsins. En mér fór að þykja nokkuð breitt yfir vatnið, en var þó rólegur. Veður var hið bezta, hesturinn sem eg reið, fjörugur og skemtilegur, og eg við beztu heilsu, á bezta skeiði lífsins — 27 ára; hafði ekki bragðað dropa af nokkru víni þann dag. Alt í einu, þarna á vatninu, verður mér litið upp til hægri handar — hvað sé eg ekki — og veit á sama augnabliki hvar eg er staddur. Eg er þá kominn undir svarta kletta, sem eru fyrir ofan Geithamra í Svínadal, og á eftir fáa faðma i rétt nefndan Svinadalsárós. I þeim árós hafði síðastur maður druknað með hesti sínum, séra Jón, sem var prestur á Auðkúlu — bærinn ekki langt frá ósnum. A sama augnabliki og eg sá hvar eg var staddur, fanst mér vera helt yfir skrokkinn á mér fötu af ísköldu vatni; hefi víst þurft að fá kaldabað, svo að eigi lánaðist að búa mér hvílurúm i Svínadalsárósum þessa jólanótt. Sneri sið- an hesti mínum við í skyndi og hélt sem leið lá beint að Kagaðarhóli, eins og eg væri að fara á milli bæja þar, um hásumar í glaða sóiskini. Kom heim til mín klukkan ellefu um kvöldið, en hefði átt að vera þar klukkan sjö, ef alt hefði verið með feldu. Heimilisfólkið fagnaði komu minni, en hafði orð á því, að eg væri eitthvað öðruvísi,' en eg ætti að mér að vera, og furðaði sig á, hversu seint eg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.