Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Qupperneq 124
122
kvöld, Dóri minn.” “Því ekki?” varð mér að orði, brosandi.
“Það segir fátt af einum,” sagði gamli maðurinn, og þegar
eg kvaddi hann, leit hann eins og bænaraugum til min, að
eg færi hvergi. Eg var eins viss um að rata heim til mín
þetta kvöld -— að öllu sjálfráðu — eins og innan um bað-
stofuna á Reykjum, þar sem eg átti heimili um mörg ár.
Reið eg svo á stað heimleiðis beinustu leið. Milli Reykja
og Kagaðarhóls voru tveir bæir, Orrastaðir og Hamrakot.
Fór eg yfir túnið á Orrastöðum; var þar ljós í öllum
gluggum og átti eg þar bezta vinafólk, en forðaðist að
koma nálægt bænum til að komast hjá að eiga þar nokkura
viðdvöl, hugurinn allur að komast heim sem fyrst. Fór
fyrir sunnan Hamrakot og kom að Laxá, sem rennur úr
Svínavatni; fór eg þar af baki og teymdi klárinn yfir ána,
átti þá ekki nema stutt eftir að Kagaðarhóli í norðaustur
frá þvi sem eg fór yfir Laxá, en þar hafði eg snúið við
austan við ána og farið þveröfugt við það sem eg
átti að fara, til suðvesturö, án þess að eg vissi
af, og hélt áfram hinn rólegasti. Fór mér samt að finnast
nokkuð langt heim að Kagaðarhóli; sá kindaslóðir, sem eg
gat ekki áttað mig á frá hvaða bæ væru. Eftir nokkurn
tíma kom eg að vatni, hugsa að eg muni nú kominn að
Laxárvatni. Það vatn er mjótt og langt. Ríð út á vatnið
með það í huga, að eigi taki mig lengi að fara yfir það;
þar átti eg að þekkja mig vel og Kagaðarhóll þar
skamt fyrir sunnan enda vatnsins. En mér fór að þykja
nokkuð breitt yfir vatnið, en var þó rólegur. Veður var hið
bezta, hesturinn sem eg reið, fjörugur og skemtilegur, og
eg við beztu heilsu, á bezta skeiði lífsins — 27 ára; hafði
ekki bragðað dropa af nokkru víni þann dag. Alt í einu,
þarna á vatninu, verður mér litið upp til hægri handar —
hvað sé eg ekki — og veit á sama augnabliki hvar eg er
staddur. Eg er þá kominn undir svarta kletta, sem eru
fyrir ofan Geithamra í Svínadal, og á eftir fáa faðma i
rétt nefndan Svinadalsárós. I þeim árós hafði síðastur
maður druknað með hesti sínum, séra Jón, sem var prestur
á Auðkúlu — bærinn ekki langt frá ósnum.
A sama augnabliki og eg sá hvar eg var staddur, fanst
mér vera helt yfir skrokkinn á mér fötu af ísköldu vatni;
hefi víst þurft að fá kaldabað, svo að eigi lánaðist að búa
mér hvílurúm i Svínadalsárósum þessa jólanótt. Sneri sið-
an hesti mínum við í skyndi og hélt sem leið lá beint að
Kagaðarhóli, eins og eg væri að fara á milli bæja þar,
um hásumar í glaða sóiskini. Kom heim til mín klukkan
ellefu um kvöldið, en hefði átt að vera þar klukkan sjö,
ef alt hefði verið með feldu. Heimilisfólkið fagnaði komu
minni, en hafði orð á því, að eg væri eitthvað öðruvísi,' en
eg ætti að mér að vera, og furðaði sig á, hversu seint eg