Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Síða 6

Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Síða 6
6 því hann hugsaði talsvert. — Tárin hans voru hvorki fyrstu nje siðustu tárin, sem vökva íslenzkar smalaþúfur. — . Húsbóndi hans var aldurhniginn maður, hann var jafnan þurlegur við Jóhann og stuttur í spuna, — ekki gat honum þótt vænt um hann. Konan hans, hún Helga, var öllu blíðlegri í viðmóti^en hana vantaði alia móðurlega viðkvæmni og alúð; dreng- urinn fór algjörlega á mis við slikt, hann þekkti ekki hvað það var að eiga móður, sem hann gæti hallað sjer að og trúað fyrir sorg sinni og gleði; hann hafði enga styrka föðurhönd að styðjast við, — hann var munaðarlaus, — hann vissi það, fann það, og það gjörði hann kaldlyndan. fað var einhvern tíma annað sumarið, sem hann var í Holti, að honum var lofað til kirkju. — Eins og börnum er títt hlakkaði hann óvenjulega mikið til að fá að fara riðandi til kirkjunnar. Hann fór snemma á fætur morguninn þann, því fyrst af öilu þurfti hann að sækja hestana, hann kom með þá í tæka tíð. „Hana nú, Jói litli“, sagði húsmóðirin, „flýttu þjer nú að klæða þig“. Kirkjufötin hans voru ekki ríkmannleg, en þó var hann talsvert hreykinn þegar hann kom út á hlaðið á nýbryddum sauðskinnsskóm, blóðrjóður af ánægju, þ\i nú átti hann að fá að ríða til kirkju. „Hann Jói getur dinglað á henni tíránu", heyrði hánn að annar vinnumaðurjnn gagði,

x

Heimilisvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.