Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Side 8

Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Side 8
8 Svo byrjaði guðsþjónustan. Jóbann litli heyrði lítið af henni. „Ki getur skroppið út og litið eptir hestunum, Jói“, hvislaði húsbóndinn að honum áður en prest- urinn fór upp í stólinn. Hann dauðlangaði til að vera inni í kirkjunni og heyra hvað prest-urinn segði, heyra sönginn og til orgelsins, en hann varð að gæta að hestunum, og kom ekki aptur fyr en úti var. Holtsfólkinu var boðið inn eptir messu til að fá sjer kaffi. f’oir stóðu við bæjarvegginn hann Jói og hann Gils, vinnumaðurinn frá Holti, þegar hann Andrós, bóndinn á Hvoli, kom og sagði: „Þú kem- ur inn, Gils minn, og fær þjer kaffidropa". Hann hafði ekki einu sinni litið við Jóhanni litla, sem stóð þar rjett hjá, hvað þá að hann byði honum inn. Nei, það var ekki gaman að vera fá- tækur, umkomulaus smaladrengur! Og svo rölti Jóhann litli út fyrir tún og settist þar hjá hestunum. Pað leið löng stund, og ekki bólaði á samferða- fólkinu. Skárri var það tíminn, sem það var að sötra þetta kaffl! Við og við kom kipringur í kring um munn- inn, og einstöku sinnum brá hann bættu treyju- erminni að augum sjer; hann lá í grasinu og reitti í sundur hvert stráið á fætur öðru. Heimurinn var kaldur og tilfinningarlaus; honum var alstað- ar ofaukið, það hafði enginn hlýlegt orð eða viðmót handa fátækum, móðurlausum drengj

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.