Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Side 9

Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Side 9
9 Hann reis á fætur, strauk grasstráin af fötum sínum og fór að reka hestana saman. „Jói, komdu með hrossin, og vertu nú fljótur". Það var húsbóndinn, sem kaliaði til hans; •—hann var búinn að gæða sjer á kafflnu. Heimferðin gekk líkt og ferðin til kirkjunnar. Fólkið reið í sprettum og reyndi gæðingana, en Jói litli barðist um á lötu Gránu langt á eptir. Hann lagðist þreyttur og angurvær til svefns um kvöldið. Þetta var fyrsta kirkjuferðin hans, hún var lítið ánægjuleg, fannst honum, og svo þessi særandi tilfinning: „Engum þykir vænt um mig, °g jeg hirði þess vegna um engan“. Þannig liðu árin. Jóhann var 14 vetra og átti nú að fermast.. Með iðni sinni og kostgæfni hafði honum tekizt að nema meira en vanalega gjörist á því reki. Hann var mjög vel gefinn og presturinn sagði, að úr þessum dreng mætti gjöra mann. En hver hirti um hann? Og nú var faðir hans þar að auki dáinn. Yorið eptir ferminguna fiuttist hann til Seyðis- fjaiðar. Þar komst hann til kaupmanns eins og annaðist þar ýmsa smá-snúninga. Hann var skyldu- rækinn og duglegur og kom sjer vel. Glaðlyndur var hann ekki, honum fannst engin ástæða fyrir sig að vera glaður. Kaupmanninum líkaði vel við hann og gjörði luum að búðarmanni. Jóhann varði hvorri tóm-

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.