Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Side 14

Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Side 14
14 en, bróðir minn, við finnumst aptur, og þá skal jeg þakka þjer fyrir barnið mitt — — Hjer var letrið dálítið máð, það höfðu auð- sjáanlega fallið tár á blaðið. Þetta var brjefið! Annað eins brjef hafði hann aldrei fengið! Svitinn spratt út á onni Jians. „Að kenna barninu þá einu rjettu leið, — hann, sem dó á krossinum tekurá móti mjer!“ Orðin flugu i gegn um huga hans eins og örskot. Gat hann kennt barninu nokkuð um þessa leið? Á hvaða leið var hann sjálfur? — Tiúði hann krossdauða Krists? — Þessum spurningum hafði hann aldrei svarað. Það var drepið hægt á dyrnar; hann hrökk upp úr hugleiðingtim sínum. — Já, það var satt, barnið var komið, hann varð víst að heilsa þvi! Hann ;ið taka fósturbarn! Hann, sem var hálf- hræddur við börn! Þessi sífelldí hávaði og iæti, það átti nú helzt við hann! I-Iildur gamla kom inn i dyrnar. „Vili húsbónd- inn lofa barninu inn? Hún víll óvæg heilsa yður“. Hurðinni var ýtt hægt upp, iitil stúika stóð í dyrunum; hún var vel klædd, í hlýrri yfirhöfn með hatt á höfði, hárið var ljóst og fjeil i lokkum um herðarnar, augun voru framúrskarandi barnsleg og skær. Hún gekk róleg til frænda síns, tók í hönd hans báðum höndum og sagði blíðlega: „Þú ert frændi minn, — mamma sagði jeg ætti að kyssa þig fyrír sig“, og hún seildist raeð höndina upp á öxl hans og kyssti hann.

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.