Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Síða 17

Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Síða 17
17 ir hann? Heitir hann Rakki? — Nei, það er skrít- ið nafn“. Svona Ijet hún dæluna ganga. Jóhann var hálf vandræðalegur á svipinn. „Svona nú, Rósa litla, — þú heitir það víst, — nú skaltu fara að sofa, þú átt að vera hjá henni Hildi, hún verður góð við þig. — Svona nú, góða nótt!“ Hann ætlaði að rjetta henni höndina. Hún ieit á hann spyrjandi augnaráði. „Við eigum eptir íið biðja kvöldbænina“. Svo fjell hún á knje hjá legubekknum: „Góði Jesús, vertu hjá okkur og geymdu okkur í nótt og æfinlega, láttu mig vera Þitt barn, svo jeg fái að sjá hana mömmu“. Hjer Þagnaði hún og tárin runnu ofan kinnarnar. Jó- hann stóð í sömu sporum og horfði á barnið. Hvað hreyfði sjer í brjósti hans? „Góða nótt, elsku frændi", sagði hún, „nú fer jeg að sofa“. Tárin voru þornuð, en Jóhann gat ekki gleymt Þeim. Gat hann beðið svona? Hafði hann nokk- urn tíma beðið? Því baö hann aldrei? Því var hjarta hans kalt og tómt? Rósa litla háttaði i rúm sitt. Hún var i her- herginu hennar Hildar gömlu. Gamla konan hjálp- aði henni að hátta. „Hildur", sagði Rósa alvarleg á svip, „þykir h'ænda ekki vænt um börn?“ „Jeg veit ekki, barn“. „Er hann ekki góður maður, Hildur?“ 2

x

Heimilisvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.