Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Síða 21

Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Síða 21
21 borða, hún vildi vist, helzt láta hann sitja við borðið með honnm sjálfum! Jú, jú, ekki nema. það þó! Hann gat ekki neitað henni þá, hún leit sakleysislegu augunum á hann og sagði: „Mamma sagði, að Jesús vildi láta gefa fátækum, og hann hefði einu sinni sagt:„það, sem þjergjörið minum minnstu bræðr- bm, það hafið þjer gjört mjer“. Og þessi drengur er sjálfsagt einn af minnstu bræðrunum. Yiltu ekki gefa Jesú Kristi?“ spurði hún svo og leit á hann bieð þessum undurfögru barnsaugum, sem hann gat varla staðizt. „Jæja, þú um það“, sagði hann svo. Vildi hann gefa Jesú Kristi nokkuð? Hafði hann nokkuð til að gefa? — Kærði Jesús sig nokk- uð um hann? — Hirti nokkur um hann? — Nei, hann var einmana, hafði verið það frá því hann bmndi eptir sjer, — og hvaða ástæðu hafði hann til að skipta sjer af fólki? — Nei, hann sigldi sinn sjó einn, — einn.--------- Rósa litla horfði á eptir frænda sínum, er hann hvarf inn í herbergið. Það var ekki til neins að gjöra neitt frekar, — hún þorði það heldur ekki, — hann var svo óttalega reiður á svipinn! Ó, ef hún gæti nú hlaupið til mömrnu og sagt henni allt, e*ns og einir sinni, þá tæki mamma hana í fang sjer og kyssti hana og bæði Guð að blessa hana! Já, en nú átti hún enga mömmu! Hún flýtti sjer Ót í garð, sem var við húsið? og settist þar í horn

x

Heimilisvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.