Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Page 24

Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Page 24
24 Veslings Rósa varð alveg ráðalaus. Hvað átti hún að gjöra? „Mafnma sagði, að jeg ætti að segja satt og kannast við það, sem jeg gjörði Ijótt, jeg fer til frænda og segi honum þetta“. Með skjálfandi hendi opnaði hún skrifstofu- dyrnar. Jóhann sat við borðið niðursokkinn í lest- ur og veitti því enga eptirtekt, að hún kom inn. „Frændi, frændi", hvíslaði hún kjökrandi, „jeg kem til að segja þjer nokkuð, — sem — sem jeg gjörði ljótt —* „Nú, hvað er það?“ Hann bar ört á, hann hafði engan tíma til að sinna þessu kvabbi. „Æ, jeg — jeg — við Rakki vorum að leika okkur í fínu stofunni, og þá komum við of hart við borðið — og — og stóra myndin datt og brotnaði. Viltu fyrirgefa mér það?“ Hún afsakaði sig ekkert, en stóð þarna niður- lúc og rjóð og beið svars. „Hver leyfði þjer að vera í stofunni?" „Enginn“. „Hvað áttirðu þá með það? Jeg vil ekki hafa neinn gauragang í húsum mínum, skárra er það að brjóta myndina. Veiztu hvað hún kostar?" „Nei. „Jæja, það er komið sexn komið er, en það segi jeg þjer, að ef þetta kemur fyrir aptur, þá —“ „Ætlarðu ekki að borja mig fyrir það, frændi? Pað á að berja óþekk börn“,

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.