Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Page 28

Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Page 28
28 „Vertu sæll, frændi minn, þú ert góður, mjer þykir vænt um þig“. Vænt um hann! Gat nokkrum þótt vænt um hann? Iíann, sem aldrei sýndi nokkrum manni vina hót! Hann fór að ganga um gólf. Hvað líf hans var kaldranalegt, það fór hroliur um hann. Enginn geisli kærleika eða gleði! Þetta barn átti svo feikna mikið af bliðu og gleði. Það lá við hann öfundaði barnið, það var miklu ríkara en hann, verziunarstjórinn með alla peningana. Og svo þessi blómvöndur! Til hvers var hann að ldaða skrauti í hýbýli sín? Skrauti, sem hann leit. aldrei á, hafði enga ánægju af — vissi í raun- inni ekki, hvort til var eða ekki! Það var sjálfsagt alveg rjett gjört að gefa barn- inu vöndinn, — en hún var furðu áleitin, — það þurfti að venja hana af því. Skammdegið var komið, dagarnir voru orðnir stuttir og dimmir. Úti var frost og fjúk. Það brann Ijós á skrifborð- inu hans Jóhanns verzlunarstjóra, og hann sat þar með bók fyrir framan sig. Hann var þreytulegur á svip og stundi þung- an öðru hvoru. Stormurinn var að smá skella snjó á gluggana hjá honum. Rakki lá á gæru- skinni undir borðinu og svaf. Það var þögult í liúsinu, eins og í dauðra manna gröf,

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.