Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Síða 32

Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Síða 32
32 Það brá afarveiku brosi yfir audlitið. „Jú", sagði hún lágt, „jeg þekki frænda, en honum þykir ekki vænt um mig“. „Jú, Rósa, frænda þykir vænt um þig — hann saknar þín Rósa, honum dauðleiðist, þegar þú ert ekki hjá honum“. Hún lagði hina höndina ofan á hönd hans: „Frændi", hvíslaði hún, „má jeg vera barnið þitt?“ „Já, elsku blessað barnið mitt“.‘' Það runnu tárin eptir kinnum hans og röddin skalf. „Frændi, biddu Guð að lofa mjer að vera — biddu Guð, frændi, — hann er góður, — hann elsk- ar þig og alla“. ;— „Já, betur að jeg gæti beðið! Gæti varpað mjer í faðm Drottins, beðið og grátið!“ Hann gat það ekki, — hann gat það ekki. — En þvi gat liann það ekki? — „Kæri Jesús, vertu hjá mjer, leiddu mig og frænda, lofaðu okkur að vorða samferða til þín!“ En hvað bænin var einföld, þó hafði hann aldrei hlýtt á betri prjedikun. „Leiddu okkur til þín, nær þjer, Drottinn,.til þín — alla leið — heim“. Þannig bergmáluðu orðin i hjarta hans. — fað var þráin eptir Guði — eptir hinum lifandi Guði, sem veitir friðinn og gleðina. — Barnið var sofnað. „Það er svo gott, þegar einhverjum þykir vænt um mann“, sagði hún lágt

x

Heimilisvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.