Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Qupperneq 36

Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Qupperneq 36
nokkur kveðjuorð til safnaðar síns, konu sinnar og vina. Til safnaðar síns ritaði hann: „Við jarðarför mína óska jeg, að Aars prófast- ur framkvæmi hina prestlegu athöfn og að ekki sje talað um persónu mína, en að söfnuði Vostur-Bæ- rums, sem jeg stöðugt bið fyrir, sje flutt hjartanleg þökk fyrir hans mikia kærleika við mig og alla mína, og bæn til hvers einstaks meðal þeirra um það, að snúa sjer til hins iifanda Guðs, föður vors í Jesú Kristi. Verði jeg sáluhólpinn, þá verður það af náð fyrir sakir Jesú Krists; því að sjálfur get jeg ekkert nema beðið: »Guð, vertu mjer syndugum náðugur". Um sjálfan sig skrifar hann: „Það er trú mín og traust, að Guð í himninum muni fyrirgefa mjer ailar syndir minar fyrir Jesú skuld, — þær, sem jeg veit um og þær, sem Guð einn þekkir. Hann fyrirgefl mjer alla vanrækslu mína og að jeg hefi látíð hjá líða að gjöra svo margt sem jeg hefði getað gjört. Hin mikla ábyrgð mín leggst nú yfir mig, — hún veltur eins og bylgj- ur yfir höfuð mitt og ógnar með glötun; en jeg get ekki sleppt voninni um eilífa sáluhjálp fyrir Jesú skuld, sem fyrir minar sakir leið og dó. Jeg veit mjer ekkert annað til hjálpræðis, en Jesúm Krist og hann krossfestan. En trú mín er svo iitil, svo reikul, svo veik, svo að jeg get því að eins orðið sáluhólpinn, að Drottinn gjöri mikið krapta-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.