Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Síða 38

Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Síða 38
88 „Þjer lifið varla lengur en fáeinar klukku- stundir", svaraði hann. „Fáeinar klukkustundir! Hvað segið þjer? Á jeg að fá að vera heima eptir fáeinar klukkustund- ir? Sendið þá undir eins boð eptir presti! Jeg vil neyta líkkma og blóðs frelsara míns fyrst, — svo er jeg ferðbúinn“. Og andlit hans ijómaði af fögn- uði, hann hlakkaði eins og brúður til að finna brúðguma sinn. Það leið á nokkuð löngu, áður presturinn gæti komið. Hinn deyjandi maður bað svo þá af skyldu- liði sínu, sem óskuðu að neyta hins heilaga sakra- mentis með honum, að koma nær. Hann ætlaði sjálfur að halda skriptaræðuna. Og svo situr hinn sjúki prestur uppi, sem veit, að hann að stundu liðinni gengur gegn um dauðans dimma dal, hann situr uppi og flytur sína síðustu prjedikun, — skripta ræðu fyrir sjálfum sjer og sínum. Og svo leggur hann höndina á höfuð konu sinnar, sem kraup við rúmið, og hinna annara af skylduliðinu, er nú skyidu neyta kvöldmáitiðarinnar með honum: „Jeg boða þjer náðarsamlega fyrirgefningu allra synda þinna í nafni föðurins, sonarins og hins heilaga anda!“ í sama bili kemur presturinn, sem gjört var orð eptir. Hann leggur nú hönd sína á höfuð hins sjúka: „Og þjer náðarsamlega fyrirgefningu allra synda þinna“, bætir hann við, Svo neytti hann k vöidmáltiðarinnar,

x

Heimilisvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.