Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Page 47

Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Page 47
47 í öðrum trúarvakningum hefir optast verið hægt að bonda á einn eða fleiri mælskumenn, sem hafa vakið þær mannlega talað, og prjedikun oiðs- ins verið aðalatriðið á samkomunum; en hjer er því alls ekki svo varið, bænirnar og söngurinn eru alveg yfirgnæfandi. Annars er það harla einkenni- legt, að Róberts vill helzt engan láta stjórna sam- komunum. „nema heilagan anda“, svo að þar er ó- vanalega mikil sjálfstjórn. Stundum t. d. þegar Róbei ts er að halda ræðu, fer einhver allt í einu að biðja eða syngja vers, og sezt hann þá brosandi niður, og stundum biðja margir hátt í einu. — Rað ei' því ekki furða, þótt margir gætnir menn hafi verið og sjeu jafnvel enn efablandnir um, hvað úr Þessu ætli að verða, en allar aðfinningar hafa kafnað í undrun, þegar menn sáu það feikna afl, sem hreyfingunni fylgir. Það er talið að vakningin hafi byijað 8. nóv. í vetur, og síðan hafa menn snúizt til lifandi trúar hundruðum saman á hverjum degi, og það einnig á ýmsum stöðum í Wales, þar sem Róberts hefir 6kki komið, enda segir hann, að enginn skuii í- tnynda sjer þá heimsku, að það sje nokkur sjerstak- ur maður, sem beri hreyfinguna á herðum sjer, heilagur andi einn eigi alla dýrðina. Áreiðanleg út- lend blöð segja, að minnsta kosti 84 þúsuiul íuaniia vitni, að þeir hafi fundið frelsarann i þessari hreyf- ingu frá 8. nóv. til 1. jan., og siðan hefir henni enn aukizt kraptur.

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.